Ferð til fjarlægra tinda

Sýnd í takmarkaðan tíma, frá 1. desember 2022 til 30. maí 2023

Slástu með í för yfir hátindana í Windborne: Call of the Canadian Rockies. Sjáðu fegurð ævafornra tinda, lygnra fjallavatna og ósnortinna snjóþakinna jökla sem hafa frá ómunatíð vakið hjá fólki ævintýrahug.

Nýjasta sýndarflugið hjá FlyOver fer með áhorfendur um afskekkt undur Klettafjallanna í Kanada og býður upp á útsýni frá hæstu hæðum, rólegt svifflug yfir falleg náttúrufyrirbæri, lykt af umhverfinu og hrífandi frásögn. Á sama tíma kynnast þeir anda fjallanna hjá fólkinu sem lítur á Klettafjöllin sem heimili sitt.

Bóka núna

Ævintýrin Kalla

Ferðin um Klettafjöllin í Kanada hefst á stuttri mynd sem er sýnd fyrir sýndarflugið. Þar kynnast gestir jarðsögu Klettafjallanna og þeim merkilegu hefðum og dugnaði sem þau hafa alið af sér. Myndin setur tóninn fyrir aðalsýninguna og gefur gestum smjörþefinn af því sem koma skal.

Eitthvað fyrir alla

Gott að vita

Börn þurfa að hafa náð 100 cm hæð til að fara á sýninguna.

Börn 12 ára og yngri þurfa að vera í fylgd einstaklings 14 ára eða eldri.

back to top