Tvær ferðir
Sjáðu Meira fyrir minna. Kauptu miða á bæði Windborne: Call of the Canadian Rockies og Ísland og fáðu 25% afslátt.
Slástu með í för yfir hátindana í Windborne: Call of the Canadian Rockies. Sjáðu fegurð ævafornra tinda, lygnra fjallavatna og ósnortinna snjóþakinna jökla sem hafa frá ómunatíð vakið hjá fólki ævintýrahug.
Nýjasta sýndarflugið hjá FlyOver fer með áhorfendur um afskekkt undur Klettafjallanna í Kanada og býður upp á útsýni frá hæstu hæðum, rólegt svifflug yfir falleg náttúrufyrirbæri, lykt af umhverfinu og hrífandi frásögn. Á sama tíma kynnast þeir anda fjallanna hjá fólkinu sem lítur á Klettafjöllin sem heimili sitt.
Ferðin um Klettafjöllin í Kanada hefst á stuttri mynd sem er sýnd fyrir sýndarflugið. Þar kynnast gestir jarðsögu Klettafjallanna og þeim merkilegu hefðum og dugnaði sem þau hafa alið af sér. Myndin setur tóninn fyrir aðalsýninguna og gefur gestum smjörþefinn af því sem koma skal.
Fáðu betra verð með því að bóka fyrir fram. Miðar keyptir samdægurs eru alltaf að minnsta kosti 10% ódýrari en miðar keyptir á staðnum.
Keyptu miða á afslætti sama dag & þú heimsækir okkur. Miðinn gildir í ár. Frekari upplýsingar í móttöku.