Jafnlaunastefna FlyOver Iceland

Í jafnréttisáætlun FlyOver Iceland eru markmið í jafnréttismálum skilgreind, tilgreint hvernig skal unnið að þeim og hver ber ábyrgð á aðgerðum. Einnig fylgir hverri aðgerð tímarammi þannig að hægt sé að fylgjast reglubundið með framvindu verkefna. Jafnréttisáætlunin er endurskoðuð a.m.k. árlega og þá er farið yfir stöðu verkefna og skoðað hvað hefur gengið vel og hvað má betur fara. Framkvæmdastjóri FlyOver Iceland ber ábyrgð á því að þeirri vinnu sé fylgt eftir.

  • Skjalfesta, viðhalda og starfrækja vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur Jafnlaunastaðals ÍST 85 og vinna að stöðugum umbótum, eftirliti og viðbrögðum.
  • Fylgja öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem gilda á hverjum tíma og staðfesta hlítingu við lög.
  • Framkvæma innri úttektir og rýni stjórnenda árlega.
  • Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti árlega þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman til að tryggja að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar.
  • Kynna helstu niðurstöður launagreininga fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamuni með stöðugu eftirliti og umbótum.
  • Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega almenningi.
back to top