Hefur þú hegðað þér vel í desember? FlyOver Iceland gefur í skóinn á Instagram á hverjum degi frá 12. til 24.desember.
Fylgdu okkur svo á Instagram til að sjá gjöf dagsins. Við drögum sigurvegara á hverjum degi og á Aðfangadag drögum við úr öllum listanum stóru verðlaunin frá Kertasnýki: þyrluflug með Norðurflug Helicopter Tours.
1. Leikurinn 13 gjafir í skóinn (leikurinn) er fyrir þátttakendur sem hafa náð 18 ára aldri.
2. Starfsmenn FlyOver Iceland (FOI), fjölskyldur þeirra eða eðrir nánir skulu ekki taka þátt.
3. Með því að taka þátt samþykkja þáttakendur þessar reglur.
4. Hver einstaklingur getur aðeins tekið þátt einu sinni. Ef annar aðili skráir viðkomandi aftur verður sú skráning ekki gild.
5. Hægt er að taka þátt í leiknum til kl 23:59 á Aðfangadag.
6. Einn sigurvegari verður valinn á hverjum degi, frá 13.des til 25.desember.
7. FlyOver Iceland mun ekki taka þátt í neinum kostnaði sem kynni að vera vegna þátttöku í leiknum, t.d. ferðakostnaði.
8. Sigurvegurum leiksins verður tilkynnt það á samfélagsmiðlum og/eða á tölvupósti. Ef sigurvegarar svara ekki innan 14 daga áskilur FOI sér rétt að draga annað nafn í staðinn.
9. Þegar sigurvegarar hafa verið dregnir af handahófi verður ekki dregið aftur.
10. Verðlaununum má ekki skipta í annað, selja eða fá andvirði þeirra greitt.
11. Sigurvegarar samþykkja að það gætu birst myndir af þeim á samfélagsmiðlum og FOI gæti beðið þá um að taka þátt í ljósmynum eða upptökum fyrir markaðsefni FOI. Sigurvegarar samþykkja að FOI og félög tengd þeim gæti notað rödd þeirra, mynd af þeim eða nafn þeirra í markaðsefni fyrirtækisins á ýmsum miðlum í ótakmarkaðan tíma. Þetta getur t.d. átt við um samfélagsmiðla eða heimasíðu FOI eða öðru auglýsingaefni. Sigurvegarar geta ekki krafist greiðslu fyrir slíka notkun.
12. FOI mun sjá um öll persónurekjanleg gögn samkvæmt lögum og reglum um persónuvernd. Með því að taka þátt í leiknum samþykkir þú að upplýsingum (t.d. nafn) sé safnað meðal annars svo hægt sé að tilkynna þér sigurinn og vegna atriðina sem nefnd eru í dálk 11.
13. FOI tekur ekki ábyrgð á neinum skaða, vonbrigðum eða öðru sem þessi keppni gæti skapað þér.
14. FOI áskilur sér þann rétt að breyta eða stöðva leikinn á hverjum tímapunkti, þetta getur til dæmis verið vegna gruns um svindl. Verði leiknum breytt eða stöðvað er sú ákvörðun tekin af FOI og engum fyrirspurnum verður svarað.
15. FOI tekur ekki ábyrgð á óviðráðanlegum aðstæðum, svo sem slæmu veðri eða slysförum, sem gætu haft einhver áhrif á leikinn, afhendingu vinninga o.s.f.v.
16. Stjórnandi leiks: FlyOver Iceland ehf. Fiskislóð 43, 101 Reykjavík