HÓPAR OG FYRIRTÆKI

FlyOver Iceland gleður gesti á öllum aldri og er eftirminnileg upplifun fyrir hvers kyns hópa. FlyOver Iceland er til húsa á Granda, umkringt verslunum, kaffihúsum, veitingahúsum og söfnum, og er tilvalinn áfangastaður fyrir fjölskylduferðir, fyrirtækjaferðir og ráðstefnugesti.

Fyrirtækjahópar

FlyOver Iceland er það nýjasta sem til boða stendur í Reykjavík og er ómissandi fyrir alla gesti á Íslandi, ekki síst þá sem hafa takmarkaðan tíma til að skoða landið með eigin augum. FlyOver Iceland er innandyra, rúmar stóra hópa og er mögnuð viðbót við ferðalagið. Hafðu samband við söludeildina okkar í gegnum eyðublaðið hér að neðan til að fá frekari upplýsingar um hópverð fyrir funda- og ráðstefnugesti og fyrirtækjahópa.

Sjá nánar

Skólahópar

Skólaferð til FlyOver Iceland er einstök reynsla!

Fyrir flugferðina verða skólahópar leiddir inn í fortíðina með sögum af langhúsinu og því næst tekur við margmiðlunarkynning þar sem saga Íslands vaknar til lífsins í hljóði og mynd.

Skólahópar fá svo að fljúga yfir stórbrotið landslag Íslands og upplifa náttúru- og menningarundur með hjálp nýjustu flughermatækni. Með hjálp vinds, lyktar og annarra magnaðra skynhrifa verður flugferðin mjög raunveruleg.

Hafðu samband við söludeildina okkar í gegnum eyðublaðið hér að neðan til að fá frekari upplýsingar um hópverð fyrir skólahópa

Sjá nánar

Fjölskyldu & vinahópar

FlyOver Iceland gleður gesti á öllum aldri og er eftirminnileg upplifun fyrir hvers kyns hópa. FlyOver Iceland er til húsa á Granda, umkringt verslunum, kaffihúsum, veitingahúsum og söfnum. Þetta er tilvalin afþreying fyrir fjölskyldur og vinahópa í leit að ógleymanlegari upplifun.

Sjá nánar

Vertu með – saman munum við veita gestum þínum ógleymanlega upplifun af Íslandi.

Fylltu út eyðublaðið hér fyrir neðan til að fá samband við sölufulltrúa okkar.

back to top