FLYOVER ICELAND HEFUR LOKAÐ TÍMABUNDIÐ

Á tímum COVID - 19 veirunnar hefur hver nýr dagur fært okkur nýjar áskoranir. Seinustu vikur hefur starfsfólk FlyOver Iceland aðlagað sig að breyttum aðstæðum og unnið sleitulaust að því að færa gestum okkar einstaka og ánægjulega upplifun. 

Í dag þurfum við að bregðast enn á ný við breyttum aðstæðum. Sunnudaginn 22.mars munum við loka tímabundið FlyOver Iceland. Við munum tilkynna nýjan opnunardag eins fljótt og auðið er. 
Teymið okkar verður til þjónustu reiðubúið til að aðstoða þá sem eiga bókanir og þurfa að færa þær til. Þið getið haft samband eða á info@flyovericeland.is 

Þetta eru erfiðir tímar fyrir okkur öll en Íslendingar eru þekktir fyrir þrautseigju og kjark og saman stöndum við af okkur þennan storm. 

Agnes Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri FlyOver Iceland

back to top