SKILMÁLAR

Allir gestir sýningarinnar FlyOver Iceland („Sýningin“) þurfa að lúta eftirfarandi skilmálum og skilyrðum:

 1. Hægt er að kaupa staka miða eða miða fyrir hópa. Vegna takmarkaðs sætaframboðs á sýningunni FlyOver Iceland er ekki alltaf hægt að tryggja að allir í hópnum geti setið saman.
 2. Miðar fást endurgreiddar innan 3 daga frá ætluðum komudegi. Ef þú kaupir miða en kemst ekki á tímanum sem þú valdir getur þú alltaf endurbókað miðann í afgreiðslunni hjá okkur eða hjá bókunardeildinni.
 3. Allir miðar renna út og ógildast tveimur dögum eftir áætlaðan komudag nema styttri gildistími sé tiltekinn á miðanum.
 4. Ekki má neyta utanaðkomandi matar eða drykkja á FlyOver Iceland-sýningunni, á forsýningarsvæðinu, í anddyrinu eða á sölusvæðinu. Neyta má matar og drykkja á svæðinu sem er til þess ætlað fyrir eða eftir sýninguna.
 5. Börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd einstaklings sem er 14 ára eða eldri á FlyOver Iceland-sýningunni eða sýningarsvæðinu.
 6.  Esja áskilur sér allan rétt til að meina aðgang að eða vísa út af sýningunni eða sýningarsvæðinu öllum þeim sem:
  • sýna af sér hegðun sem er til þess fallin að draga úr öryggi eða ánægju annarra gesta að mati starfsfólks FlyOver Iceland;
  • eru ógnandi, móðgandi eða meiðandi í orði eða verki eða haga sér á nokkurn þann hátt sem er til þess fallinn að valda uppnámi;
  • eru eða virðast vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
 7. Notast er við eftirtaldar tæknibrellur í FlyOver Iceland-sýningunni: þoku, vind, lykt og leifturljós. Notkun þeirra er ekki samfelld, en þó Esja leggi sig fram við að tryggja vellíðan gesta er mælst til þess að fólk með undirliggjandi heilsufarsvandamál sem einhverjar af áðurnefndum tæknibrellum gætu haft neikvæð áhrif á, fari ekki á FlyOver Iceland-sýninguna.
 8. Ljósmyndun, kvikmyndun og hljóðupptaka á einhverjum hlutum sýningarinnar (þar á meðal, en takmarkast ekki við, kynningunni og FlyOver Iceland-kvikmyndinni) er stranglega bönnuð. Það er ólöglegt að afrita eða reyna að afrita höfundarréttarvarið efni sem sýnt er.
 9. Gestir þurfa ávallt að vera á afmörkuðum gestasvæðum og fylgja reglum og leiðbeiningum okkar hvað varðar heilsu og öryggi (samkvæmt tilmælum starfsfólks FlyOver Iceland).
 10. Geyma þarf öll stór veski, bakpoka og aðrar töskur í fatahengi FlyOver Iceland og hlíta öllum ákvörðunum Esju í þeim efnum.  Gestir þurfa að taka alla aðra persónulega muni með sér og skilja aldrei við þá. Esja tekur enga ábyrgð á tjóni, þjófnaði eða skemmdum á persónulegum munum sem gestir hafa í fórum sínum á sýningunni.
 11. Allir sem koma á sýninguna þurfa að borga aðgangsgjald áður en kynningin eða sýningin hefst, nema Esja heimili að vikið sé frá þessum skilyrðum. Gestum er skylt að geyma aðgangsmiða sinn og sýna starfsfólki eða fulltrúum Esju miðann sé um það beðið. Þeim sem reyna að fá inngöngu án þess að vera með aðgangsmiða kann að vera vísað frá sýningunni og/eða sýningarsvæðinu.
 12. Samkvæmt öryggisreglum okkar fá engir einstaklingar sem eru undir 102 cm að hæð aðgang að FlyOver Iceland-sýningunni.
 13. Til að koma í veg fyrir að farið sé með vopn eða aðra hættulega hluti inn á sýninguna fá gestir aðgang með því skilyrði að þeir heimili að leitað sé á þeim eða í föggum þeirra sé um það beðið. Vopn, flugeldar, reyksprengjur, glerflöskur, eldfimir vökvar og aðrir hlutir sem geta valdið meiðslum á fólki eru óheimilir á sýningunni.
 14. Reykingar eru stranglega bannaðar á sýningunni, á sýningarsvæðinu og annars staðar í kringum sýninguna.
 15. Gæludýr og önnur dýr eru stranglega bönnuð á svæðinu (fyrir utan aðstoðarhunda fyrir blinda og heyrnarlausa). Aðstoðarhundar fyrir blinda og heyrnarlausa eru ekki leyfðir á sjálfri FlyOver Iceland-sýningunni.
 16. Ekki má viðhafa óþarfa hávaða (til dæmis hávaða frá útvörpum, hljómflutningstækjum eða öðrum raftækjum) á sýningunni eða í nágrenni hennar, né hegðun sem er líkleg til að trufla aðra gesti eða valda annars konar truflunum, slíkt varðar við tafarlausa brottvísun. Þetta á jafnt við um einstaklinga og hópa.
 17. Endursala á aðgangsmiðum að FlyOver Iceland er óheimil. Ef Esja hefur ástæðu til að ætla að miði hafi verið endurseldur kann miðahafa að vera meinaður aðgangur að eða vísað út af sýningunni án endurgreiðslu.
 18. Esja leitast við að tryggja að sýningin sé opin gestum á venjulegum opnunartíma. Esja áskilur sér þó allan rétt, hvort sem er af öryggisástæðum eða öðrum ástæðum, til að loka sýningunni með eða án fyrirvara. Komi til slíkrar lokunar endurgreiðir Esja öllum gestum sem áttu miða á þeim tíma sem óvænta lokunin átti sér stað. Esja er ekki skaðabótaskyld að öðru leyti, t.d. hvað varðar ferðakostnað eða annan kostnað gesta, vegna lokunar á sýningunni eða hluta hennar.
 19. Esja, stjórnendur fyrirtækisins, starfsmenn eða umboðsaðilar bera ekki ábyrgð á nokkru tjóni, beinu eða óbeinu, hvernig sem það er til komið. Þar á meðal, en takmarkast ekki við, kvíða, óþægindum eða ótta vegna sýningarinnar og/eða rýmingar vegna bilunar eða slyss. Miðahafar gangast sjálfviljugir undir alla áhættu og hættu sem kann að fylgja FlyOver Iceland-sýningunni, hvort sem er fyrir eða eftir heimsóknina eða meðan á henni stendur.
 20. Esja eða aðilar á vegum Esju kunna öðru hverju að taka ljósmyndir og/eða myndskeið og/eða annast annað eftirlit á sýningunni eða nágrenni hennar, þar sem gestir kunna að vera staddir. Með því að samþykkja þessa skilmála og skilyrði samþykkir þú að Esju eða aðila á vegum Esju sé heimilt að nota slíkar myndir um alla framtíð í hvers kyns kynningar- eða auglýsingaefni í hvaða formi sem er. Þú samþykkir enn fremur að höfundarréttur slíks efnis sé í eigu Esju eða (eftir atvikum) aðila á vegum Esju.
 21. Þessi skilmálar heyra undir íslensk lög og skal túlka efni skilmálanna samkvæmt þeim. Báðir aðilar eru sammála um ef upp koma ágreiningsmál þá skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
back to top