Ertu farþegi á skemmtiferðaskipi sem siglir til eða frá Reykjavík? Frábært! FlyOver Iceland hentar fullkomlega fyrir stutta dvöl í landi, enda hentuglega staðsett á Granda, í 7 mínútna akstursfjarlægð frá staðnum þar sem flest skemmtiferðaskip leggjast að landi.
Sýndarflug yfir landið er frábær leið til að sjá náttúrufegurð Íslands í miðri Reykjavík eða setja lokapunktinn á ferðina áður en haldið er heim á leið. Mundu að spyrja móttökustjórann um borð um samgöngur til og frá skemmtiferðaskipinu.