HVERNIG FLYOVER ICELAND VARÐ TIL

FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN: Á BAK VIÐ TJÖLDIN HJÁ FLYOVER ICELAND

Verkefnið er metnaðarfullt: glænýr ferðamannastaður í heimsklassa í mest spennandi hverfi Reykjavíkur. Flugferð sem hrífur farþegana með á suma af minnst þekktu og mest heillandi staði á Íslandi.

Einnig er boðið upp á röð ögrandi og hugvitssamlegra upplifana fyrir sýninguna, þar sem menning og náttúrusaga Íslands vakna til lífsins með alveg nýjum og spennandi hætti. Þannig er FlyOver Iceland. Á bak við þetta stendur magnað teymi sérfræðinga í fremstu röð – allt frá arkitektum til flugmanna, kvikmyndagerðarmanna til verkfræðinga.

Á næstu átta mánuðum munum við deila með ykkur sögunni af því hvernig þetta metnaðarfulla verkefni varð til og þróaðist.

Í fyrsta kaflanum, Fyrsta skóflustungan, gerum við grein fyrir „af hverju“-hluta verkefnisins – það er að segja, af hverju þetta heillaði okkur. Og við ætlum líka að gægjast á bak við tjöldin á byggingarsvæðinu og fylgjast með byggingunni taka á sig mynd.

Horfðu á Fyrsta skóflustungan hér fyrir ofan og haltu svo áfram með kafla 2, Að ná skotinu.

Taktu þátt í ferðalaginu og fylgstu með fréttabréfinu okkar. Kafli 3 kemur út vorið 2019.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top