Í FlyOver Iceland er okkar fremsta gildi öryggi. Velferð gesta okkar og starfsfólks er ávalt í fyrirrúmi. Til að bregðast við aukinni smithættu vegna Kórónaveirunnar höfum við á seinustu vikum aukið við þrif og þá sérstaklega á öllum yfirborðsflötum. Við munum nú, sem ávallt, stefna að því að færa gestum okkar ánægjulega upplifun.

Til að bregðast við samkomubanni yfirvalda mun FlyOver Iceland minnka opnunartímann tímabundið í 10 til 18 alla daga. Við munum einnig takmarka fjölda gesta í hverri sýningu til að gæta þess að aldrei séu 100 manns eða fleiri á sama svæði.

heart
AÐ TRYGGJA ÖRUGGA OG EINSTAKA UPPLIFUN

Öryggi er okkar grunn gildi—við tökum öryggi gesta okkar og starfsfólks afar alvarlega. Hér eru nokkur ráð sem við höfum tekið til bragðs:

  • Að halda fjarlægð: Við viljum að öllum líði vel sem heimsækja okkur. Við höfum gripið til ákveðinna breytinga sem hjálpa fólki að halda mátulegri fjarlægð frá öðrum gestum. Til dæmis:
    • Minni framboð: Við höfum fækkað seldum sætum á hverja sýningu svo hver hópur gesta geti haldið fjarlægð frá öðrum.
    • Við tökum ekki við reiðufé: Við tökum aðeins við greiðslum með greiðslukortum eða e-miðum til að takmarka snertipunkta milli starfsmanna og gesta.
    • Fjarlægjum hluti úr verslun sem gætu verið smitberar. Við höfum fjarlægt tuskudýr, mjúk leikföng og allan fatnað úr versluninni okkar til að lágmarka hættu á smiti þar sem fólk snertir vörur.
  • Meiriháttar þrif og sótthreinsun: Öll rými í húsinu, bæði fyrir gesti og starfsfólk, hafa verið hreinsuð með sótthreinsandi efnum og eru þrifin oft á dag.
  • Hvetjum til handþvotta og handsprittunar: Sótthreinsistöðvar, hömlur á ferðalögum starfsfólks og áminningar til gesta um handþvott eru nokkur dæmi um þær aðgerðir sem við höfum gripið til. Við erum öll í þessu saman. Við erum almannavarnir.
  • Höldum okkur upplýstum: Við erum í stöðugum samskiptum við stjórnvöld og gætum þess að fylgja öllum þeim tilmælum sem gefin eru út. Hér eru nokkur einföld ráð sem þú getur gripið til til að auka eigið öruggi og öryggi annarra

Vertu með á nótunum.

Hringdu í símaver Pursuit, eigendur FlyOver Iceland í s. 001.888.895.8595.

 
back to top