BARNAAFMÆLI Í FLYOVER ICELAND

Afmælisveislur hjá FlyOver Iceland eru í hæsta gæðaflokki og afmælisgestir fá bókstaflega að upplifa það að vera skýjum ofar. 

Veislan byrjar á því að flugliði býður hópinn velkominn og afmælisbarnið fær sérstaka afmæliskveðju áður en farið er af stað í sannkallað ævintýraflug yfir heimsins stórkostlegustu staði – og það allt án þess að yfirgefa landið!

Að flugi loknu safnast afmælishópurinn saman, gæðir sér á pizzu og að sjálfsögðu syngja allir afmælissönginn fyrir afmælisbarnið. 
 

Barnaafmælis pakki
Börn 4500 kr.
Fullorðnir 4500 kr.

Fullorðnir sem ekki fljúga eru að sjálfsögðu velkomnir í veisluna þeim að kostnaðarlausu en athugið að ekki er gert ráð fyrir mat eða drykk fyrir þá. 

Barnaafmælis pakkinn inniheldur:
  • Aðgang að FlyOver ævintýri að eigin vali
  • Afmarkað svæði á FlyOver kaffihúsinu í 1 klukkutíma
  • Pizza og gos eða djús
  • Stafræn hópmynd til minningar um daginn

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Veislusvæðið

Afmælisgestir hafa afmarkað svæði á FlyOver kaffihúsinu til einkaafnota að loknu flugi. 

Afmælisgestir hafa afnot af svæðinu í 90 mínútur eftir áætlaðan flugtíma. 

Borð og stólar á afmarkaða svæðinu eru fyrir 30 gesti. Heyrið í söluteyminu okkar ef veislan er stærri og við finnum lausn sem hentar öllum. 

Afmæliskaka

Ykkur er velkomið að koma með ykkar eigin afmælisköku eða bollakökur en gætið að því að koma einnig með diska, kökuhníf og kökugaffla. Við getum því miður ekki boðið upp á pláss í ísskáp og því hentar ekki að koma með ís eða ístertur. 

Annar utanaðkomandi matur eða drykkur er ekki leyfður í byggingunni.

Vinsamlegast fyllið út bókunarformið hér að neðan. Starfsmaður okkar mun hafa samband og staðfesta bókunina.

Greiða þarf fyrir fram til að festa bókun. Fjölda gesta skal staðfesta eigi síðar en tveimur dögum fyrir veisluna en þá er full greiðsla innheimt og er greiðslan óendurkræf.

Bóka þarf afmæli með 7 daga fyrirvara.

Hópar eru bókaðir á heila og hálfa tímanum. Til að upplifun hópa sé sem ánægjulegust er nauðsynlegt að mæta að minnsta kosti 15 mínútum fyrir áætlaðan flugtíma. Þá hafið þið tíma til að láta vita af ykkur, ná í miða fyrir hópinn og ganga frá hlutum í geymslu ef þörf er á.

Myndir til minningar
Afmælið verður eftirminnilegra fyrir afmælisbarn og gesti þegar öll fá mynd með sér heim. Ein stafræn hópmynd er innifalin í afmælis pakkanum og hægt er að deila henni með gestum að veislu lokinni. Hægt er að kaupa fleiri myndir, bæði stafrænar og út prentaðar, á staðnum. 

Séróskir
Ef þú vilt hafa afmælisveisluna með öðru sniði, öðrum veitingum eða einhverju aukalega þá erum við meira en til í að finna út úr því með þér. Hafðu samband og láttu okkur vita hvað þig langar að gera!
 

Afmælis pakkar eru í boði fyrir hópa sem telja 10 eða fleiri.

Greiða þarf að fullu fyrir fram til að staðfesta bókun. Breytingar eða afbókun má gera með tveggja daga fyrirvara án þess að til greiðslu komi. 

Afmælisgestir þurfa að hafa náð 100 cm hæð.

Öryggisreglur okkar kveða á um að hver fullorðinn hafi umsjón með að hámarki 9 börnum og fylgi þeim í gegnum sýninguna. 

Ef þið missið af tímanum sem var bókaður þarf að bóka nýjan tíma með tilliti til bókunarstöðu. 

 

Bókaðu afmælisveislu


back to top