Ferð til fjarlægra tinda

Frá 12. september – í takmarkaðan tíma
Leggðu af stað í ógleymanlegt flug yfir hin stórbrotnu Kanadísku Klettafjöll og svífðu yfir þjóðgarðana Banff, Jasper og Yoho. Hrífandi fjallstindar, ævafornir jöklar og stórkostlegt hálendislandslag lifna við í heillandi upplifun hjá FlyOver Iceland sem sameinar náttúru, menningu og hreina spennu.

Hjá FlyOver Iceland ertu ekki bara að horfa á kvikmynd – þú upplifir hana. Nýjusta tækni í hreyfisætum, risastór kúptur skjár. vindur, úði og ilmur láta þér líða eins og þú sért að fljúga í raun og veru. Í Call of the Canadian Rockies flytur þessi tækni þig djúpt inn í hjarta helstu náttúruperla Kanada. Á leiðinni kynnast gestir heillandi sögum og einlægum frásögnum fólksins sem býr í Klettafjöllunum og miðlar anda þessara stórbrotnu fjalla.

Bóka núna

Ævintýrin Kalla

Ferðin um Klettafjöllin í Kanada hefst á stuttri mynd sem er sýnd fyrir sýndarflugið. Þar kynnast gestir jarðsögu Klettafjallanna og þeim merkilegu hefðum og dugnaði sem þau hafa alið af sér. Myndin setur tóninn fyrir aðalsýninguna og gefur gestum smjörþefinn af því sem koma skal.

Eitthvað fyrir alla

Gott að vita

Börn þurfa að hafa náð 100 cm hæð til að fara á sýninguna.

Börn 12 ára og yngri þurfa að vera í fylgd einstaklings 14 ára eða eldri.

back to top