Okkar fyrsta gildi er öryggi

Við hjá FlyOver Iceland heitum því að okkar fremsta gildi er og verður ætið öryggi. Okkur er umhugað um öryggi gesta okkar og starfsfólks.

Loforð um öryggi er verkefni þvert á allar deildir fyrirtækisins. Við viljum að öllum líði vel hjá okkur og upplifi öryggi. Heimsókn til FlyOver Iceland á að vera góð og jákvæð upplifun. Þegar þú ert tilbúin/n að heimsækja okkur getur þú verið örugg/ur í þeirri vissu að þú hafir valið rétt.

Ferðamálastofa hreint og öruggt

Þrif og sótthreinsun

  • Öll svæði fyrir gesti og starfsfólk hafa verið sótthreinsuð. Tíðni þrifa hefur verið aukin og snertifletir eru sótthreinsaðir oft yfir daginn.
  • Sætin og handföngin í flugsýningunni eru þrifin eftir hverja sýningu.
  • Nokkrar sótthreinsistöðvar eru á staðnum.

Þjálfun og samskipti

  • Við vitum hversu mikilvægt það er að vinna sem ein heild. Öllum reglum og tilmælum um félagslega fjarlægð og aukin þrif þarf að koma til skila á skýran hátt til allra aðila svo hægt sé að framfylgja þeim.
  • Þjálfun starfsfólksins okkar hefur aldrei verið jafn ítarleg. Við erum í sífeldri þróun.
  • Samskipti við gesti og á staðnum eiga að vera skýr og einföld. Við viljum að það sé auðvelt fyrir gesti og starfsfólk að framfylgja reglunum.
  • Við stefnum á áframhaldandi samstarf og samskipti við yfirvöld og samstarfsaðila.

Hugarfar

  • Við erum gestgjafar. Starfið okkar er að veita gestum okkar einstaka upplifun. Okkar sterkasta tól er bjartsýnin og við tæklum verkefnin brosandi og með gleðina í fararbroddi.
  • Ísland er einstakt land. Við erum þakklát fyrir að fá að búa hér og fá að sýna gestum landið okkar.

Öryggi og fjarlægðar takmörk

  • Grímuskylda er í húsinu.
  • Við tökum ekki við reiðufé: Við tökum aðeins við greiðslum með greiðslukortum eða e-miðum til að takmarka snertipunkta milli starfsmanna og gesta.
  • Fjöldatakmarkanir yfirvalda eru virtar. Sýningin er hólfaskipt þegar þess þarf.
  • Starfsmaður fylgir hverjum hóp í gegnum sýninguna til að aðstoða og gæta þess að fjarlægð sé framfylgt.

Vertu með á nótunum.

Fylltu út skráningarformið hér að neðan eða hringdu í okkur s. 527 6700.

 
back to top