Ævintýraárið hefst hér og nú!

Njóttu þess að upplifa töfra FlyOver Iceland allan ársins hring með árskorti. Þú flýgur yfir stórbrotið landslag og náttúruundur eða iðandi mannlíf stórborga. Þú leyfir ævintýraþránni að ráða för og ekkert stoppar þig í að fljúga aftur og aftur.

Hvað er innifalið?

Fríðindi með árskorti:

  • Ótakmarkaður aðgangur að sýningum FlyOver Iceland

  • 15% afsláttur af sýningum fyrir samferðafólk

  • 15% afsláttur á kaffihúsi FlyOver

  • 15% afsláttur í verslun FlyOver

Árskort er eingöngu hægt að kaupa hjá FlyOver Iceland, Fiskislóð 43. Almenna skilmála árskorts má finna hér að neðan.

Verð

Fullorðinskort | 14 990 kr
14 ára og eldri.
Barnakort | 9 990 kr
13 ára og yngri. Lágmarkshæð 100 cm. Börn þurfa að vera í fylgd forráðamanns eða annars fullorðins (14 ára eða eldri).
Skilmálar árskorts FlyOver
  1. Árskort Flyover („kortið“) gildir í 365 daga frá kaupdegi („gildistímabil“).
  2. Kortið veitir handhafa aðgang að FlyOver Iceland (á Íslandi) á hefðbundnum opnunartíma.
  3. Kortið fæst ekki endurgreitt og er óframseljanlegt. Misnotkun getur leitt til ógildingu kortsins.
  4. Kortið gildir aðeins fyrir staka miða og gildir ekki fyrir sérstaka viðburði eða pakka (t.d. afmælispakka, fyrirtækjaviðburði eða aðra sérstaka viðburði samkvæmt skilgreiningu FlyOver hverju sinni).
  5. Kortið gildir ekki fyrir hópa og hefur ekkert reiðufjárgildi.
  6. Óleyfilegt er að endurselja eða skipta kortinu út fyrir önnur verðmæti. Brot getur leitt til ógildingu kortsins.
  7. Árskortshafar verða að fylgja stöðluðum siðareglum fyrir gesti FlyOver til að tryggja öryggi og vellíðan annarra gesta, starfsmanna og samstarfsaðila.
  8. Árskortshafar þurfa að framvísa gildum skilríkjum með mynd í hvert skipti sem þeir nota árskortið.
  9. Engin takmörk eru á fjölda skipta sem nota má árskortið á gildistíma þess.
  10. Árskortshafar geta notað kortið eins oft á dag og bókunarstaða FlyOver leyfir.
back to top