Allir sem hyggja á heimsókn til höfuðborgarinnar heyra talað um Granda. Þetta sögufræga hafnarsvæði Reykjavíkurborgar hefur vaxið og þróast hratt undanfarin ár. Vinsæl veitingahús, „boho“-verslanir, söfn og kaffihús hafa sprottið upp. Svæðið er vinsælt meðal jafnt heimamanna sem ferðamanna—þarna eru opin svæði og umtalsvert rólegraen á fjölförnum miðborgarsvæðunum við Laugaveg.

Margar bygginganna við höfnina eru endurbyggð eða uppgerð gömul fiskvinnsluhús og beitiskúrar. Eins og borgarbúar segja gjarnan er maður líklegri til að rekast á listamenn, arkitekta og matreiðslumeistara á ferli í dag en netagerðarmenn og sjóara. Það er vissara að mæta svangur—og fá sér vel að borða úti á Granda!

Meðal þess sem er gaman að gera á Granda má nefna:

Gönguferðir

Grandi er frábært svæði til að ganga um og skoða sig um. Byrjaðu við strandlengjuna hjá Hörpu og taktu stefnuna í vestur, með dásamlegu útsýni yfir Esjuna handan við Faxaflóann norðanmegin. Leiðin liggur fram hjá bryggjunum þar sem hvala- og lundaskoðunarbátarnir koma og fara.

Bátur við festar í höfninni, með nýtískulegar byggingar í baksýn

Mynd: Nútíminn rennur saman við anda liðinna alda og fiskibátar lifa í sambýli við iðnhönnuðarstofur á gamla hafnarsvæðinu í Reykjavík.

Diskur með smurbrauði með rækjum, harðsoðnu eggi og salati.

Mynd: Smurbrauð, hefðbundið íslenskt brauð með áleggi.

Kaffivagninn

Áratugum saman hefur þetta kaffihús, við gömlu höfnina verið fyrsti viðkomustaður sjómanna þegar þeir koma í land. Stórir gluggar gefa gott útsýni til skipanna og staðurinn er frægur fyrir morgunverðarmatseðil, árdegisverð og smurbrauð. Frá árinu 1935 hefur þessi „kaffivagn“ verið vinsæll hjá hafnarverkamönnum, sjómönnum, skrifstofufólki frá nágrenninu og hverjum þeim sem kunna að meta góðan kaffibolla.

Verslanir

Í steinskúrunum sem áður voru notaðir fyrir netaviðgerðir og beitingar má í dag finna ótrúlega spennandi verslanir sem gaman er að skoða, Hver þeirra er með sérstakar og einstakar vörur. Þarna er hátískuverslun, sælkerakjötverslun, súkkulaðigerð, mathús með brugghúsi, gullsmiður, ostaverslun, japanskt tehús og Valdís, ein vinsælasta ísbúð borgarinnar, svo eitthvað sé nefnt.

Inni í Kjötkompaníinu, sælkeraverslun og kjötvinnslu

Mynd: Kjötkompaníiið er sælkeraverslun og kjötvinnsla sem er staðsett í gömlum bátaviðgerðarskúr.

Söfn

Á Granda eru sum mest spennandi söfn borgarinnar. Sjóminjasafnið, Sögusafnið, Whales of Iceland og Aurora Reykjavik eru öll á þessu svæði.

Mathöllin á Granda

Þessi nýja höll með götumat er þægileg, skemmtileg og nokkuð sem áhugafólk um matargerð má alls ekki missa af. Mathöllin er staðsett í Íslenska sjávarklasanum, sem er nýsköpunarmiðstöð þar sem íslensk menning og iðnaður eru í fyrirrúmi. Þarna eru níu básar með „götumat“, hver þeirra í sínum sérstaka stíl, þar sem finna má allt frá kóresku kimchi-takó til grillaðs íslensks lambakjöts. Þarna er líka „míní-vínbar“, lax- og kampavínsbar og staður þar sem boðið er upp á margs konar útfærslur af íslensku skyri. Þú þarft sennilega að koma að minnsta kosti tvisvar!

Fólk situr við borð inni á markaðssölusvæði.

Mynd: Götumatarhöllin Grandi Mathöll er ómissandi viðkomustaður fyrir alla sælkera sem heimsækja Ísland.

Götulandslag í Reykjavík, alsett veitingastöðum

Mynd: Nokkrir vinsælir veitingastaðir og verslanir við Grandagarð á Grandasvæðinu í Reykjavík.

FlyOver Iceland

Frá og með sumrinu 2019 getur þú bætt inn á listann enn einni og alveg nýrri upplifun. Í FlyOver Iceland, þar sem gestir munu gestir fá magnaða kynningu á náttúruöflunum sem móta landið fá kynningu á sögu og menningu Íslands og fara því næst í sýndarflugferð yfir sum af afskekktustu og áhrifamestu svæði landsins.

Marshall-húsið

Í þessu reisulega húsi var áður fiskimjölsverksmiðja. Í dag hýsir það Nýlistasafnið, vinnustofu hins rómaða dansk-íslenska listamanns Ólafs Elíassonar (sem hannaði ytra byrði Hörpu) og Marshall Restaurant+Bar, sem nýtur mikilla vinsælda.

Þúfa

Endaðu heimsóknina á viðkomu við þetta einstaka útilistaverk yst á tanganum. „Þúfan“ er lítill hóll sem hægt er að ganga upp á, en efst er skúlptúr sem er virðingarvottur við hina ævafornu hefð Íslendinga að þurrka og herða fisk. Listamaðurinn, Ólöf Nordal, vildi að Þúfan yrði griðastaður í borginni. Þaðan er gott útsýni yfir höfnina og að Hörpu, þar sem gönguferðin hófst.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top