Kaffivagninn
Áratugum saman hefur þetta kaffihús, við gömlu höfnina verið fyrsti viðkomustaður sjómanna þegar þeir koma í land. Stórir gluggar gefa gott útsýni til skipanna og staðurinn er frægur fyrir morgunverðarmatseðil, árdegisverð og smurbrauð. Frá árinu 1935 hefur þessi „kaffivagn“ verið vinsæll hjá hafnarverkamönnum, sjómönnum, skrifstofufólki frá nágrenninu og hverjum þeim sem kunna að meta góðan kaffibolla.
Verslanir
Í steinskúrunum sem áður voru notaðir fyrir netaviðgerðir og beitingar má í dag finna ótrúlega spennandi verslanir sem gaman er að skoða, Hver þeirra er með sérstakar og einstakar vörur. Þarna er hátískuverslun, sælkerakjötverslun, súkkulaðigerð, mathús með brugghúsi, gullsmiður, ostaverslun, japanskt tehús og Valdís, ein vinsælasta ísbúð borgarinnar, svo eitthvað sé nefnt.

Mynd: Kjötkompaníiið er sælkeraverslun og kjötvinnsla sem er staðsett í gömlum bátaviðgerðarskúr.
Söfn
Á Granda eru sum mest spennandi söfn borgarinnar. Sjóminjasafnið, Sögusafnið, Whales of Iceland og Aurora Reykjavik eru öll á þessu svæði.
Mathöllin á Granda
Þessi nýja höll með götumat er þægileg, skemmtileg og nokkuð sem áhugafólk um matargerð má alls ekki missa af. Mathöllin er staðsett í Íslenska sjávarklasanum, sem er nýsköpunarmiðstöð þar sem íslensk menning og iðnaður eru í fyrirrúmi. Þarna eru níu básar með „götumat“, hver þeirra í sínum sérstaka stíl, þar sem finna má allt frá kóresku kimchi-takó til grillaðs íslensks lambakjöts. Þarna er líka „míní-vínbar“, lax- og kampavínsbar og staður þar sem boðið er upp á margs konar útfærslur af íslensku skyri. Þú þarft sennilega að koma að minnsta kosti tvisvar!