Verkefnið var flókið frá upphafi. Sem framleiðandi aðdrátta og flutninga er Andre stanslaust með bolta á lofti. Auk þess sem tökustaðirnir eru afskekktir og illaðgengilegir er kvikmyndateymið með flókna dagskrá sem þarf að smella saman við veðrið.

Til allrar hamingju er Andre meistari á sínu sviði. Hann hefur unnið sem framleiðandi árum saman, bæði fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Stærstu verkefninu sem hann hefur komið að voru fyrir FTL, Animal Planet og Discovery Channel. Listrænn stjórnandi FlyOver Iceland, Rich Rotchild, kallar Andre „sterkan og rólegan einstakling með mikið jafnaðargeð“. Með öðrum orðum, hinn fullkomni framleiðandi fyrir verkefni af þessari stærðargráðu.

Síðan upptökur hófust vorið 2018 hefur FlyOver Iceland kvikmyndateymið tekið upp á 30 tökustöðum. Teymið, sem samanstendur af framleiðendum, kvikmyndatökumanni, listrænum stjórnanda, kvikmyndagerðamanni, áhættuleikurum og þyrluflugmanni, fara í seinustu upptökurnar veturinn 2019.

Áskorunin við íslenska veðrið

Helsti kostur Andre í þessu verkefni hefur verið aðlögunarhæfnin hans. Þegar veðrið er sífellt að breytast á tökustað þar sem aðstæður þurfa að vera fullkomnar er mikilvægt að halda ró sinni og vera tilbúinn að aðlagast.

Maður stendur fyrir utan gult hús, undir bláum og skýjuðum himni.

Mynd: Andre Janse, framleiðandi, á einum tökustaða FlyOver Iceland.

Eins og við mátti búast af stóru kvikmyndaverkefni á lítilli veðurbarinni eyju

hefur íslenska veðrið haft mikil áhrif á upptökur FlyOver Iceland. Ekkert skipulag og reynsla sérfræðinga er jafnoki hins síbreytilega veðurs á Íslandi. Þegar óvæntur stormur rúllar yfir landið hafa tökur, sem hafa verið mánuði á teikniborðinu, verið skipt út á seinustu stundu með tilheyrandi skipulagsmartröð. Tökuteymið þarf þá að sýna lipurð og snerpu til að ná besta skotinu á þeim stað sem hægt er að taka upp á hverju sinni. Andre segir að teymið hafi verið ótrúlega heppið með útkomuna í þessum erfiðu aðstæðum.

„við höfum lært það að búast ekki við neinu þegar kemur að íslensku veðri. Að fá gott veður á réttum tíma er eins og að vinna í lottó – allt getur gerst“.

Liðsheild og virðing

Tökuteymið hefur ítrekað orðið orðlaust yfir náttúrufegurðinni sem Ísland býr yfir. Andre segir að velgengni svona flókins verkefnis standi og falli með fólkinu. Á bak við FlyOver Iceland myndina stendur hópur ástríðufullra Íslendinga og erlendra sérfræðinga. Hópurinn hefur unnið hvíldarlaust að sama markmiði: að skapa þá bestu flugupplifun sem völ er á.

Þrjár manneskjur sitja við skrifborð og ræða verkefni.

Mynd: Fundur með framleiðsluteymi FlyOver Iceland myndarinnar. Anna Dís Ólafsdóttir framleiðandi (til vinstri), Andre Janse og leikstjórinn Dave Mossop.

„Teymið á bakvið kvikmynd er það sem gerir myndina góða“ segir Andre. „FlyOver Iceland teymið samanstendur af Bandaríkjamönnum, Kanadabúum, Íslendingum og svo einum Hollending – mér – og allir hafa mismunandi bakgrunn og sérþekkingu. Þessi blanda af fólki vinnur ótrúlega vel saman“.

Til að framleiðslan fari fram með góður móti þarf Andre að vera skrefi á undan öllum öðrum.

„Hann er ávallt indæll og skipulagður, hann gengur úr skugga um að allt gangi vel“ segir Rick Rothschild. „þetta viðhorf Andre hefur gert okkur kleift að halda fókus og ná öllu þessu ótrúlega efni sem þörf var á fyrir FlyOver Iceland“

Niðurstöður í rauntíma

Á þessum tímapunkti er meirihluti myndarinnar tilbúinn og fyrstu dómar eru framúrskarandi. Galdurinn sem umlykur íslenska menningu spilar stórt hlutverk í því að framleiðslan gekk jafn vel og raun ber vitni.

„þegar við byrjuðum á myndinni var allt teymið meðvitað um þá möguleika sem hún hafði, að vera framúrskarandi og undurfögur flugupplifun“ segir Andre. „ núna þegar meirihluti myndarinnar er tilbúinn og við höfum náð öllum skotunum við bestu birtuskilyrði og aðstæður sem hægt er – þori ég að fullyrða að myndin verður framúrskarandi og mögnuð flugupplifun“.

Sjáðu meira baktjaldaefni með tökuteyminu! Horfðu á fyrsta kaflann í sögunni um FlyOver Iceland. Kafli tvö kemur veturinn 2019.

Skoða FlyOver Iceland

More Stories Like This

back to top