Íslendingar elska góða sögu. Þjóðin er ein sú víðlesnasta í heimi en læsi fullorðna er yfir 99%. Bókabúðir eru á hverju horni og rithöfundar eru vel metnir. En afhverju elska Íslendingar sögur svo heitt?
Sögur hjálpa okkur að skilja landslag og menningu staðar. Þær hjálpa okkur að skilja heiminn í kringum okkur. Þegar landslag er jafn magnþrungið og á Íslandi, og þjóðin jafn einangruð frá öðrum og raun ber vitni, er ekki skrýtið að sjá hvernig sögur, kvæði og sagnabálkar spretta fram úr huga heimamanna.
Hér eru nokkrar ástæður þess að Íslendingar eru frábærir sögumenn.
- Sögurnar hafa fylgt Íslendingum frá landnámi. Sagnbálkurinn Íslendingasögur frá 13.öld er sterk táknmynd íslenskrar menningar. Sögurnar eiga sér flestar stað á 9.10. og 11.öld og segja frá fjölskylduböndum, ósætti og hetjudáðum fyrstu kynslóða Íslendinga. Sögurnar hafa haft gríðarleg áhrif á íslenska tungu og samfélag.
- Sögur eru góð afþreying. Á Íslandi er veturinn langur og dimmur. Lengi vel bjó þessi litla þjóð í torfhúsum þar sem sofið og eldað var í sama rými til þess að halda hitanum inni. Á kvöldin var húslestur þar sem fjölskyldan fræddist og skemmti sér saman við lestur. Fátt lyftir andanum eins og fornar sögur og goðsagnir um hetjudáðir, harmleik, ástir og grin.
- Á Íslandi nútímans yfirfærist húslesturinn yfir í hið svokallaða jólabókaflóð. Þegar skammdegið færist yfir og daginn styttir eru gefnar út mun fleiri bækur en á öðrum tíma ársins. Íslendingum þykir fátt betra en að fá góða bók í jólagjöf.
- Íslenskt mál. Íslenska er aðeins töluð á Íslandi og heimamenn leggja metnað sinn í að vernda og viðhalda tungumálinu. Til þess að viðhalda tungumáli þarf að nota það á sem fjölbreyttastan hátt. Ljóð, textasmíði, skáldskapur og ýmis ritaðar heimildir hafa viðhaldið tungumálinu hingað til. Sjá má fyrir sér hvernig bækur og sögur bárust á milli bæja á öldum áður og viðhéldu bæði málinu og læsi Íslendinga.
- Magnþrungið landslag. Fleksaskil, eldfjöll, jarðhiti, vindur, vatn og frost – á Íslandi takast náttúruöflin á. Við svona aðstæður þróast tungumálið í takt við umhverfið. Það verður að vera hægt að lýsa atburðum líðandi stundar á lifandi og lýsandi hátt.
- Persónueinkenni Íslendinga. Íslendingar eru harðir af sér. Þessi styrkur birtist á mismunandi hátt. Maður gæti séð fyrir sér þrautseigar landnámskonur, úfinn og heiðarlegan lögreglumann sem leysir morðmál í vinsælum sjónvarpsþætti eða fótboltalið sem kemst á heimsmeistarakeppnina í fótbolta, gegn öllum spám!
Í íslenskum sögum sameinast saga, goðsagnir og náttúra landsins. Sögurnar eru nauðsynlegar Íslendingum og heillandi í augum gesta
Í forsýningu FlyOver Iceland er íslenskri sagnahefð gert hátt undir höfði. Opnar sumarið 2019.