Arkitektúr og hönnun eru stór hluti af þjóðarstolti Íslendinga. Stórfenglegt landslagið hefur alltaf sett mark sitt á byggingar landsins.

Hvort sem um er að ræða tísku eða tónlist, hönnun eða matargerð, hafa Íslendingar einstakan og skapandi stíl og eru ekki hræddir við að taka áhættu. Frá gömlum torfhúsum til framúrstefnulegra mannvirkja—hér má finna fjöldann allan af áhugaverðum byggingum fyrir þá sem kunna að meta slíkt.

Hér er listi yfir fimm áhugaverðustu byggingar Íslands að okkar mati

  1. Hallgrímskirkja, Reykjavík. Hallgrímskirkja, Reykjavík. Hinn þekkti íslenski arkitekt Guðjón Samúelsson fæddist á Suðurlandi 1887. Á mótunarárum sínum varð hann vitni að eyðileggingarmætti eldsins, sem lagði margar byggingar Reykjavíkur í rúst, meðal annars í „Brunanum mikla“ í Reykjavík árið 1915. Þegar hann var fenginn til að hanna einstaka kirkju í höfuðborginni árið 1937 var því ekki að undra að hann sneri sér að steinsteypu. Í hönnun kirkjunnar má sjá tilvísanir í háar stuðlabergssúlur, jökla og tignarleg fjöll. Þessi kirkja, sem er sú stærsta á Íslandi, var 41 ár í byggingu. Hún er 73 metrar að hæð og sést víða að úr borginni. Fyrir 1000 krónur geta gestir tekið lyftu upp í kirkjuturninn og notið þaðan stórkostlegs útsýnis yfir borgina.

Hallgrímskirkja, há og tignarleg steinsteypt bygging, rís hátt yfir húsin umhverfis.

Mynd: Hallgrímskirkja trónir tignarlega yfir borginni.
  1. Harpa, Reykjavík. Töfrandi og margslunginn glerhjúpurinn á helsta tónlistarhúsi höfuðborgarinnar við höfnina minnir að einhverju leyti á roð á fiski. Glerhjúpurinn, með sínum rúmfræðilegu formum sem innblásin eru af klettóttu landslagi eyjunnar, endurspeglar einnig norðurljósin. Harpa, sem hönnuð var af Henning Larsen Architects í samstarfi við hinn þekkta dansk-íslenska listamann Ólaf Elíasson, var tekin í notkun árið 2011. Náðu þér í miða á einhvern þeirra viðburða sem eru í gangi hverju sinni (Harpa er heimavöllur Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku Óperunnar en þekktir erlendir listamenn koma einnig oft fram í þessu glæsilega tónlistarhúsi). Einnig er gaman að taka lyftuna upp á fimmtu hæð en þaðan er fallegt útsýni og hægt að kíkja inn í stóra salinn.

Tvær manneskjur ganga í átt að nútímalegri byggingu með glerveggjum.

Mynd: Íslenskir og erlendir listamenn koma reglulega fram í Hörpu, hinu glæsilega tónlistarhúsi Reykjavíkur.
  1. Gamla höfnin, Reykjavík. Áhugafólk um arkitektúr getur haft mjög gaman af að rölta um Grandann. Sjáðu til dæmis gömlu verbúðirnar sem breytt hefur verið í ostabúðir og ísbúðir, taktu líka eftir flottum veitingastað og nýtískulegum sýningarsal í gamalli fiskimjölsverksmiðju. Hér við gömlu höfnina öðlast gamlar byggingar nýtt líf. Glænýjar íbúðabyggingar kallast á við ryðgaða skipsskrokka. Stórar og áberandi byggingar á borð við Sjóminjasafnið í Reykjavík og nýbyggingu FlyOver Iceland eru hér í sátt og samlyndi við litlar reiðhjólaverslanir og súkkulaðibúðir. Þú getur auðveldlega eytt hér heilum degi án þess að leiðast eitt augnablik.

Gulur og hvítur bátur liggur við bryggju framan við nútímalegar byggingar.

Mynd: Gamli og nýi tíminn mætast við gömlu höfnina á Granda, sem hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu ár.
  1. Torfbæir, um allt land. Hvarvetna um Ísland má finna gamla torfbæi, bæði kirkjur og sveitabæi. Þar sem þökin eru grasi vaxin, eða tyrfð, getur stundum verið erfitt að sjá torfbæina. En þegar þú hefur loks tekið eftir þeim er ótrúlega gaman að kynna sér þessa gömlu torfbæi, svona eins og dálítið hobbita-ævintýri. Torfbæir voru hinn hefðbundni húsakostur á Íslandi allt frá landnámi (um árið 870) fram á 20. öldina. Torfið einangraði sérlega vel gegn kulda og var því afar hentugt fyrir langa og kalda íslenska vetur. Margir, bæði heimamenn og ferðamenn, hafa mikinn áhuga á þessum gömlu torfbæjum. Torfbæinn Selið við Skaftafell er vel þess virði að heimsækja, en hann er rétt við aðalgönguleiðina upp að Svartafossi. Bærinn var byggður úr rekaviði, torfi og grjóti um miðja 19. öld og þaðan er stórfenglegt og óhindrað útsýni yfir Skeiðarársand og hafið.

Tvær torfburstir rísa upp frá grænni hlíð með útsýni yfir á.

Mynd: Torfbærinn Selið, dæmi um hefðbundinn torfbæ sem finna má víðsvegar um landið, með útsýni yfir Skeiðarársand.
  1. Stykkisholmur, Snaefellsnes Peninsula. If you're looking for a colourful, quiant and well-preserved old town in Iceland, this is it! Plus, it has a stunning contemporary church. An irresistible natural harbour that dates to the mid-16th Century, many people here still make their living from fishing. The surprisingly modern church is also a concert hall that overlooks the gorgeous Breidarfjordur fjord. Juxtaposed against the traditional wooden houses, the starkly elegant church makes for provocative photography and a contemplative study in Icelandic history.

Þorp með litríkum byggingum kúrir í klettóttu en þó grösugu landslagi.

Mynd:Stykkishólmur er skemmtilegt og litríkt sjávarþorp með glæsilegri nútímalegri kirkju.

Fylgstu með uppbyggingu FlyOver Iceland á Granda í Reykjavík. Áætlað er að byggingin verði tekin í notkun í maí 2019, og við erum viss um að hún verður bæði spennandi og skemmtileg. Skráðu þig fyrir fréttabréfi FlyOver Iceland eða fylgstu með okkur á Facebook til að fá reglulegar fréttir af framkvæmdunum.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top