Ísland er kraftmikill staður. Landið býr yfir miklum og mögnuðum andstæðum. Það kemur þér sífellt á óvart og býr yfir ríkri sagnahefð.

Sagnahefðin er kjarni FlyOver Iceland, sem mun opna í Reykjavík næsta vor. Spennandi forsýningarrými er skemmtilegur undanfari háloftaheimsóknarinnar, en forsýningin er hönnuð af hinu virta margmiðlunar- og hönnunarstúdíói Moment Factory. Forsýningin verður ómissandi hluti af upplifuninni, hún segir sögu Íslands á áhugaverðan og spennandi hátt.

Moment Factory hefur unnið að því síðan vorið 2018 að þróa tvö forsýningarrými fyrir FlyOver Iceland sem eru einstök í sinni röð. Þau höfða til allra skilningarvita og gera upplifunina af háloftaheimsókninni enn öflugri. Saman munu þessi rými auka eftirvæntingu og gefa forsmekkinn að háloftaheimsókninni. Sjáðu fyrir þér ljós, hljóð, og hreyfimyndir í tvívídd og þrívídd—bæði lifandi myndir og tölvuunnar—sannkölluð veisla fyrir öll skynfæri! Hér er blandað saman arkitektúr, hönnun, snertitækni og sögum með listilegum hætti—svo sannarlega einstök upplifun og ólík öllu öðru hér á landi.

Frá Vancouver Til Reykjavíkur

Samstarf við Moment Factory er alltaf spennandi. Sýningin þeirra „UpLift!“ er forsýning fyrir háloftaheimsóknina FlyOver Canada, og er sannkallaður senuþjófur.

„Það er mikill heiður að vinna að þessu verki með FlyOver Iceland og vera á ný í samstarfi við Pursuit“ segir Stephane Raymond hjá Moment Factory.

Moment Factory hefur unnið að yfir 400 einstökum sýningum og margmiðlunarupplifunum víðs vegar um heim, þar á meðal má nefna vinnu við tónleika með Jay Z, Madonnu og Red Hot Chili Peppers, lýsingu mannvirkja á borð við Jacques Cartier-brúna í Montreal, og setningarathöfn Vodafone McLaren-teymisins í Formúlukappakstrinum. Teymið hefur unnið verk fyrir flugvöllinn í Los Angeles, Microsoft, NFL, Sony, Toyota, Sagrada Familia-kirkjuna í Barcelona og Royal Caribbean.

Moment Factory-teymið að störfum í sýningarrými UpLift hjá FlyOver Canada.

Mynd: Moment Factory-teymið að störfum við sýninguna UpLift! hjá FlyOver Canada.

Hugmyndavinna

Moment Factory byrjar ávallt á hugmyndavinnu, eða mótun hugmynda. Teymi undir stjórn Raymond ferðaðist til Íslands til að kanna sögu landsins, hitta heimamenn, tengjast leiðsögumönnum og kynna sér hina ríku söguhefð.

„Það er alveg stórkostlegt að upplifa Ísland með óhefðbundnum hætti og setja saman sýningu um þessa upplifun“ segir hann. „Það var algert lykilatriði að sækja landið heim. Að vera þar og hitta fólkið—það var mjög nauðsynlegt.“

Þegar teymið var komið á ný til Montreal var haldið áfram með rannsóknarvinnu og undirbúning. Raymond segir að það hafi einnig verið gagnlegt að hafa aðgang að miklum fjölda bóka um Ísland.

Næsta skref var að skilgreina heildarhugmyndina og koma henni yfir á form sem myndi ögra og höfða til tilfinninga sýningargesta. Formið þurfti einnig að samræmast íslenskum raunveruleika.

„Við viljum gefa sýningargestum tækifæri til að skynja menningu landsins sem og viðhorf og skopskyn heimamanna“ segir Raymond.

Þrír menn standa í sveitakirkju úr timbri með fínlegum skreytingum.

Mynd: Teymi Moment Factory skoðar gamla íslenska kirkju. Á myndinni má sjá, talið frá vinstri, þá Stephane Raymon, Alexandre Lupien og Julien Demers-Arseneault.

Staðnum Gerð Góð Skil

Raymond segir að teymi hans hafi nú lokið 8-vikna hönnunarferlinu og vinnur nú að nánari útfærslu þannig að hægt verði að bjóða upp á háloftaheimsókn í rauntíma næsta vor. Sérfræðingar í fjarvíddarteikningum og gagnvirkum sýningarmiðlum hjá Moment Factory hafa tekið höndum saman til að hanna heim sem sýningargestir geta upplifað í miklu návígi og þannig kynnst hinni mögnuðu sögu Íslands með eftirminnilegum hætti.

Stórfenglegt landslagið og áhugaverð saga landsins gera Ísland svo spennandi—sýningargestir munu upplifa mikið ævintýri í „töfralandi“ eins og Raymond orðar það.

Áherslan er ávallt á hið raunverulega, en þó um leið hið óhefðbundna.

„Við viljum gefa rétta mynd af Íslandi og Íslendingum“ segir hann. „Við viljum tryggja að Íslendingar geti verið stoltir af sköpunarverki okkar.“

Þess vegna er sagan sem við segjum svo mikilvæg. Þessi útgáfa af sögu Íslands verður engu lík, þökk sé hinu frábæra teymi frá Moment Factory.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top