NÝJASTA KENNILEITIÐ Á GRANDANUM TEKUR Á SIG MYND

Bygging FlyOver Iceland sem verið er að byggja á Grandanum í Reykjavík er bæði flókið og spennandi mannvirki. Byggingin mun vekja mikla athygli, bæði að utan og innan.

Hinn virti arkitekt Páll Hjaltason stýrir verkinu. Hann hefur tekið þátt í vinnu við borgarskipulag Reykjavíkur um nokkurt skeið og kemur bæði með gríðarlega reynslu og þekkingu inn í verkefnið.

„Finna má verk Páls í ýmsum áberandi kennileitum víðs vegar um borgina, og hann á sinn þátt í vexti okkar fallegu borgar“ segir Sigurgeir Guðlaugsson hjá FlyOver Iceland. „Hann er svo sannarlega rétti maðurinn í þetta verk - og ekki er verra að skrifstofan hans er með óhindrað útsýni yfir byggingarsvæðið!“

Ný bygging rís á landsvæði við sjóinn.

Mynd: Byggingasvæði FlyOver Iceland á Grandanum í Reykjavík.

Hin 18 metra háa bygging mun tróna yfir nærliggjandi mannvirkjum, enda þarf hún að rúma kvikmyndatjald sem er yfir 12 metrar á hæð. Byggingin er sambland af kassalaga rými og hringlaga hvelfingu sem hýsir kvikmyndatjaldið.

„Samspil þessara ólíku byggingarstíla er mjög skemmtilegt“ segir Sigurgeir. „Þetta verður áberandi bygging sem setur mark sitt á umhverfið.“

Áfangar Sem Lokið Hefur Verið Við

Framkvæmdir eru komnar vel á veg og byggingin byrjuð að taka á sig mynd.

  • Flókinni og yfirgripsmikilli undirbúnings- og leyfisvinnu lokið
  • Fyrirliggjandi undirstöður fjarlægðar
  • Uppgreftri lokið á svæðinu
  • Grunnur byggingarinnar steyptur

Hvað Gerist Næst

  • Undirstöður sýningarsalarins og plata steypt
  • Innanhússhönnun lokið ásamt byggingarkerfum
  • Uppsteypa útveggja hefst í ágúst

Fylgstu með okkur á Facebook og Instagram til þess að sjá hvernig okkur gengur á lokametrunum.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top