Líkt og sprengingin í ferðaþjónustu hér á landa hafi íslenskir tónlistarmenn sömuleiðis lagt heiminn að fótum sér. Allt frá skrítnu poppi til nútímalegrar klassískrar tónlistar, þá er þessi litla eyþjóð suðupottur fyrir tónlist af öllum toga. Og sístækkandi hópur framsækinna tónlistarmanna er sífellt að brúa bilið milli tónlistarstefna á kröftugan og spennandi hátt. En hvers vegna ætli það séu svona margir afkastamiklir og vinsælir íslenskir tónlistarmenn?

Við þessari spurningu eru mörg svör, segir íslenska tónskáldið Kjartan Holm. Í grunninn liggur það einhvers staðar á milli þess að vera umkringdur ótrúlegri náttúru og finna frelsið til að búa til alls konar tónlist.

Ásamt kollegum sínum, Paul Corley, Daníel Bjarnasyni og bróður sínum Georg Holm sem eru þekktir fyrir vinnu sína með hinni goðsagnakenndu íslensku hljómsveit Sigur Rós, samdi Kjartan, tók upp og útfærði tónlistarupplifun FlyOver Iceland. Saman og í sitthvoru lagi eru þeir þekktir fyrir yfirnáttúrulega tónlist sína sem ýmist hefur hljómað á leikvöngum á hljómleikaferð um heiminn, kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum.

Þeir eru hluti af kynslóð íslenskra tónlistarmanna dreift hefur áhrifum sínum um víða veröld. Og þessa hæfileika og óbeislaða sköpunarkraft hafa þeir fært FlyOver Iceland.

Tónlistarmenn leika á gítar og hljómborð í hljóðverinu.

Mynd: Paul Corley (til vinstri á mynd) spilar á hljómborð og Kjartan Holm á gítar í hljóðveri þeirra í Reykjavík.

Tónlistin í FlyOver

Frá upphafi lá það ljóst fyrir hjá FlyOver Iceland teyminu að mikilvægt væri að fá íslenskt hæfileikafólk til að semja tónlistina við hið sjónræna listaverk sem sýningarmyndin er. Það er algjörlegt lykilatriði í að tengja heildarupplifunina viðkomandi stað, hún verði raunsönn og skapi tilfinningaleg hughrif.

„Öll tónlistin er samin og tekin upp hér á Íslandi,“ segir Kjartan Holm.

Í hljóðveri sínu úti á Granda í Reykjavík, umkringdur sprotafyrirtækjum, hönnunarfyrirtækjum og fiskvinnslufyrirtækjum, segir Holm að ferlið við að gera tónlistina fyrir FlyOver Iceland hafa verið virkilega skemmtilegt.

„Við höfðum allir gert tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti óperur, danssýningar og jafnvel sinfóníur áður,“ segir Kjartan. „En þetta var í fyrsta skipti sem við gerðum nokkuð þessu líkt saman.“

Bláklæddur maður í hljóðverinu.

Mynd: Tónlistin við sýningarmynd FlyOver Iceland var samin og flutt af nokkrum af færustu tónlistarmönnum landsins, þar á meðal Kjartani Holm.

Verkefnið var að búa til níu mínútna tónverk sem styður við ótrúlegar myndir frá ólýsanlegri og afskekktri náttúrufegurð Íslands sem FlyOver Iceland fangar. Og myndefnið blés tónskáldunum byr í brjóst, að sögn Kjartans. Eftir að hafa lagt höfuð í bleyti hófust þeir handa við að semja tónlistina, tvinna saman hugmyndir sína og finna þeim stað í myndinni.

Síðan voru fengnir hljóðfæraleikarar, þar á meðal strengjakvartett og söngkonan Sigríður Thorlacius, til að flytja verkið.

Kjartan segir fjórmenningana hafa spilað á mörg af hljóðfærunum sjálfir í hljóðverinu.

„Öll tónlistin er samin og tekin upp hér á Íslandi,“ segir hann.

Í samstarfi við Rick Rothschild, listrænan stjórnanda FlyOver Iceland, var tónverkið svo hljóðblandað og gert tilbúið fyrir 23.1 stereohjóðkerfi sýningarsalarins sem felur í sér flókið samspil 23 rása og einnar undirrásar. Það þýðir að tilteknir hlutar verksins sækja að gestum úr hinum ýmsu áttum á tilteknum augnablikum og eru alltumlykjandi þess á milli.

Með öðrum orðum þá er um að ræða hátæknilegt hljóðrænt listaverk ekki síður en sjónrænt.

Þess vegna er íslensk tónlist frábær

Engin þjóð í heiminum framleiðir annað eins magn af tónlistarfólki í heimsklassa og Ísland miðað við höfðatölu, sem telur um 340 þúsund manns.

Í hinum langa, kalda og dimma íslenska vetri blómstrar sköpunargáfan. Og ekki skemmir fyrir sterkt menntakerfi, ótal tónlistarhátíðir og ástríða fyrir skapandi greinum sem hjálpar allt til við að móta og búa til hæfileikafólk. Óháð greinum þá er undirliggjandi þráðurinn sá að hér er fólk óhrætt við að reyna nýja hluti í sköpun sinni og neitar að láta steypa sig í fyrirfram gefin mót.

„Ég hef aldrei upplifað það þannig að einhver boð og bönn í tónlist hér. Þú gerir bara það sem þig langar,“ segir Kjartan.

Tónlistar-og kvikmyndagerðarmenn vinna saman í hljóðverinu.

Mynd: Corley (til vinstri á mynd) og Kjartan (til hægri) unnu náið með listrænum stjórnanda FlyOver Iceland, Rick Rothschild (fyrir miðju).

Þessi frelsistilfinning er áþreifanleg fyrir fólk sem upplifir FlyOver Iceland. Eins og áhrif frá stormi í fæðingu, árekstri jarðflekanna og rymjandi skriðjöklum er það kraftmikill og óaðskiljanlegur hluti sögu Íslands.

Þegar hann er spurður út í hinn íslenska hljóm segir Kartan hann vera dulúðlegan, tignarlegan og sveimandi. „Sumir myndu líklega segja hann skrítinn og óræðinn og ég get tekið undir það á vissan hátt. Það er erfitt að festa hendur á eitt tiltekið sánd í því litrófi tónlistar sem kemur frá sömu eyju,“ segir Kjartan.

Burtséð frá því hvernig þú lýsir því þá er hljómur Íslands eins stór og þjóðin og lítil. Og hvergi mun hann hjómar stærri en hjá FlyOver Iveland, þar sem hann mun fylgja magnaðasta myndskeiði sem sést hefur frá Íslandi.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top