Tvöföld sýning
Langar þig að fljúga yfir Ísland og Undur vestursins? Bókaðu tvöfalda sýningu til að fá bði sýndarflugin með 25% afslætti!
Svífðu yfir ameríska vestrið í stórfenglegu sýndarflugi. Undur vestursins býður áhorfendum upp á víðáttur engjanna, gnæfandi fjallstoppa og merk mannvirki böðuð borgarljósum. Hoppaðu um borð og kannaðu nokkur merkustu svæði Bandaríkjanna, þar á meðal Tahoe-vatn, Zion-þjóðgarðinn, aðalgötu Las Vegas og Miklagljúfur – allt án þess að yfirgefa Reykjavík.
Ekki missa af tækifærinu til að upplifa Undur vestursins hjá FlyOver Iceland, einungis í takmarkaðan tíma.
Undur vestursins hefjast á kynningu sem undirbýr gesti fyrir háloftaævintýrið. Áður en þeir fá sér sæti kynnast þeir fólkinu, stöðunum og andanum sem svífur yfir vötnum þessa kynngimagnaða svæðis. Þeir kynnast menningunni og sögunni og geta þannig notið ævintýrafararinnar enn betur.
Börn á aldrinum 12 ára og yngri fljúga FRÍTT þegar bókuð er tvöföld sýning fyrir fullorðna. Notaðu afsláttarkóðann: DUALKIDS.
Það borgar sig að bóka fyrir fram. Með netbókun tryggir þú þér sæti og færð lægsta verðið.
Sjáðu Ísland og Undur vestursins! Sparaðu þegar þú bókar báðar flugferðir samtímis og upplifðu meira fyrir minna!
Keyptu miða á afslætti sama dag & þú heimsækir okkur. Miðinn gildir í ár. Frekari upplýsingar í móttöku.