Þar sem samfélagið kemur saman

Eitt af grundvallargildum Flyover er virðing fyrir samfélaginu. Það er með stolti sem við styðjum við það fjölbreytta samfélag sem Ísland byggir og bjóðum upp á sérverð til almannaheillahópa sem við teljum deila með okkur ástríðu fyrir menntun, inngildingu og tengingu við samfélagið. 

Með sérverði til almannaheillahópa gerum við Flyover upplifunina aðgengilegri fyrir stærri hóp – og leggjum okkar á vogarskálarnar til að þakka þeim sem á óeigingjarnan hátt hjálpa til við að skapa betra samfélag.

Skilyrði fyrir almannaheillahópa

Til að nýta sérverð fyrir almannaheillahópa þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hópurinn sé á vegum félags sem er á almannaheillaskrá Skattsins eða sé sannanlega hluti af sjálfboðaliðahópi, ungmenna- eða eldri borgara samtökum.
  • Hópurinn telji a.m.k. 10 gesti

Nánari upplýsingar

Sérverð fyrir almannaheillahópa er ekki í boði á opinberum frídögum (rauðir dagar).

Greiða þarf að fullu fyrirfram til að staðfesta bókun. 

Breytingar eða afbókun má gera með þriggja daga fyrirvara án þess að til greiðslu komi. 

Gestir þurfa að hafa náð 100 cm hæð. 

Öryggisreglur okkar kveða á um að hver fullorðinn hafi umsjón með að hámarki 9 börnum og fylgi þeim í gegnum sýninguna. 

Ef þið missið af tímanum sem var bókaður þarf að bóka nýjan tíma með tilliti til bókunarstöðu.

Bókaðu samfélagshóp

back to top