Núna er rétti tíminn til að heimsækja Ísland. Ódýr, bein flug frá Norður-Ameríku og Evrópu auðvelda þér að heimsækja þessa stórfenglegu eyju sem er þakin eldfjöllum, heitum laugum og sjóðandi hverum. En þegar þú hefur sett Ísland á listann þinn getur það verið yfirþyrmandi að finna út hvað skal gera næst. Þó að allar ferðir til Íslands séu góðar ferðir getur flutningurinn verið áskorun.

Hér eru nokkrar gagnlegar ábendingar til að koma þér af stað.

  1. Hvenær er best að fara? Flestir ferðamenn sem koma til Íslands koma yfir sumartímann. Frá byrjun júní fram í miðjan september eru hótel fullbókuð. Fyrir því eru ýmsar ástæður – skipulagning frídaga í heimalandinu, möguleiki á betra veðri, langir dagar og lúpínur í blóma, svo fátt eitt sé nefnt. Að koma á aðalferðamannatímanum þýðir samt að þú þarft að greiða hærra verð og fleiri ferðamenn eru alls staðar. Lægðir kunna að ganga yfir landið á tímanum á milli há- og lágannatímans, í apríl–maí og október, en þá getur þú skoðað þig um á rólegri máta en samt notið lengri daga og hugsanlega séð norðurljós. Vetur á Íslandi hefur sína töfra, allt frá norðurljósum til blárra jökulhella (sem aðeins er hægt að heimsækja á veturna). Komdu þegar þú getur og nýttu ferðina til fulls!

Röð af brotnum klakamolum flýtur við sjávarsíðuna.

  1. Hvað skal dvelja marga daga? Sumir ferðamenn koma til Íslands ákveðnir í að sjá allt sem landið hefur upp á að bjóða og þeir hafa tekið frá mánuð til að gera það. Aðrir stoppa stutt á ferð sinni yfir Atlantshafið. Sumir koma aðeins fyrir 8 klukkustunda millilendingu. Það er líka þess virði. Hversu löngum tíma þú eyðir fer auðvitað eftir því hversu mikinn tíma þú hefur. Hvort heldur viltu nýta hverja mínútu til fulls. Á tveimur dögum geturðu skoðað Reykjavík, farið Gullhringinn (vinsælasta dagsferðin á Íslandi), smakkað góða íslenska matargerð, tekið ótrúlegar myndir við foss og kynnt þér staðinn. Þetta er fullkomið smáfrí. Á viku geturðu ferðast allan hringveginn, farið í gönguferðir og slappað af í ógleymanlegum heitum laugum. Við mælum með að taka minnst tvo daga og alltu upp í mánuð. Gefðu þér tíu daga fyrir ferð sem þú upplifir aðeins einu sinni á ævinni.
  2. Hvert skal fara? Íslandi er almennt skipt í sjö svæði–Suðvesturland (sem inniheldur Reykjavík), suðurströndin, Austfirðir, Norðurland, Vestfirðir, Snæfellsnes og Miðhálendið. Þú nærð ekki að skoða þetta allt nema eyða ævinni í það. Ef þú ert að fara í stutta ferð skaltu eyða nokkrum dögum í Reykjavík og fara dagsferð um „Gullna hringinn“. Síðan skaltu nota einn dag í að skoða suðurströndina eða Snæfellsnes.

Einstaklingur gengur meðfram ströndinni milli hafsins og kletta.

  1. Hvað skal sjá? Þegar þú hefur ákveðið lengd dvalarinnar þarftu að leggjast í rannsóknir og skipulagningu til að tryggja að þú sért að nýta hvern dag til fulls. Mundu að vegalengdir geta verið langar á Íslandi. Það getur auðveldlega tekið hálfan daginn að ferðast á milli helstu ferðamannastaða. Skipulegðu að skoða einhvern hluta strandarinnar, heita laug og áhugaverða staði og kaffihús í Reykjavík. Farðu inn á landið til að skoða sögulega staði og flekaskil í Gullna hringnum. Og vertu viss um að taka með smá frítíma til að skoða þig um. Þetta er ekki kapphlaup.
  2. Hvað mun ferðin kosta? Þó að þú kunnir að finna frábær fargjöld til Íslands er þetta ekki ódýr ferðamannastaður. Mörgum kemur verðið á óvart þegar þeir koma. Til að halda kostnaði niðri skaltu forðast háannatíma sumarsins, elda sjálf(ur) einhverjar máltíðir eða taka til nesti eða fá gistiaðstöðu með eldhúsi. Komdu með vatnsflösku svo þú þurfir ekki að kaupa vatn. Fullt af skemmtilegum hlutum til að sjá á Íslandi eru ókeypis, t.d. fossar og gönguferðir í þjóðgörðum. Hlutir eins og bílaleigubílar, eldsneyti og matur geta þó verið mjög dýrir.

Hvenær sem þú ferð, hversu lengi sem þú dvelur eða hversu há fjárhagsáætlunin þín er mun Ísland koma þér á óvart. Það er kominn tími til að ríða á vaðið og byrja að skipuleggja ferðina þína til Íslands. 

Sjáumst fljótlega!

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top