Í júní hóf okkar frábæra myndatökuteymi fyrsta áfanga kvikmyndatöku fyrir FlyOver Iceland. Undirbúningur fyrir kvikmyndatöku (prófun tækjabúnaðar, val á stöðum, áætlanagerð, leyfisumsóknir fyrir þyrluflug og fleira) hefur verið í gangi í marga mánuði.

Kvikmyndin verður tekin upp á næstu sex mánuðum í öllum landshlutum og á ólíkum árstíðum, þannig að allt hið besta sem Ísland hefur upp á að bjóða njóti sín. Þetta er geysilega mikil áskorun! Innlent kvikmyndateymi undir forystu sama hugmyndahönnuðar og leikstjóra og er á bak við FlyOver Canada, ásamt frábærum framleiðanda, hefur nú hafist handa við að kvikmynda stórkostlega náttúrufegurð Íslands. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem gefa þér forsmekkinn af því hvað þarf til að ná þessum stórfenglegu myndum fyrir háloftaheimsóknina.

Tveir menn útskýra hvernig þeir sjá fyrir sér tökuatriði í óbyggðum.

Mynd: Leikstjórinn Dave Mossop (fyrir miðju) og hugmyndahönnuðurinn Rick Rothschild (til hægri) skipuleggja kvikmyndatöku fyrir FlyOver Iceland. Í bakgrunni má sjá framleiðandann Andre Janse (fyrir miðju) ræða ferlið við kvikmyndatökumanninn John Trapman (til vinstri).

 

 Starfsmenn koma þyrlunni sem notuð er við kvikmyndatöku fyrir FlyOver Iceland fyrir í flugskýli.

Photo:Framleiðsluteymi FlyOver Iceland undirbýr þyrluna og myndavélina í flugskýli í Reykjavík fyrr í þessum mánuði.

 

Þyrla flýgur yfir kajakræðara sem nálgast foss.

Mynd: Myndavél FlyOver Iceland flýgur ótrúlega nálægt kajakræðara við ónefndan foss á Íslandi. Þetta er gott dæmi um þá sérþekkingu sem þarf til að ná réttu myndunum!

 

Hópur kajakræðara stillir sér upp fyrir myndatöku

Mynd: Hugrökkustu og reyndustu flúðasiglingamenn landsins tóku að sér að framkvæma ótrúlegt áhættuatriði sem myndatökuteymi FlyOver Iceland fangaði á filmu.

Við birtum fleiri spennandi fréttir fljótlega—fylgstu með okkur á Facebook og skráðu þig fyrir fréttabréfi verkefnisins hér fyrir neðan til að sjá allt það nýjasta sem um er að vera!

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top