Það gildir einu hvar á Íslandi þú ert, alls staðar má finna fallega fossa. Hér flæðir vatn um allt, frá smáfossum upp í stóra og vatnsmikla fossa.

Sumir fossar falla í smaragðsgrænar tjarnir, aðrir renna hægt og letilega yfir lágreista kletta. Ekki er hægt að finna neinar opinberar tölur yfir fjölda fossa á Íslandi en áætlanir gefa til kynna að hér megi finna allt að 10.000 fossa.

Heiti margra fossa eru mjög skemmtileg. Sem dæmi má nefna Gufufoss, Barnafoss, Hjálparfoss og Goðafoss.

Manneskja í rauðum jakka stendur frammi fyrir stórum fossi.

Mynd: Skogafoss

Hvers vegna er hér svona mikill fjöldi fossa? Hvað er það við landið sem veldur svona geysilegu magni af vatni í frjálsu falli? Það hefur allt að gera með jarðfræðina og legu landsins.

  1. Lofstlag. Norður-Atlantshafið er kalt, blautt og vindasamt. Það þýðir að mikið rignir og snjóar á Íslandi og votviðrið er nokkuð stöðugt yfir árið. Allt þetta vatn þarf síðan að komast eitthvert.
  2. Jöklar. Mikið magn af rigningu og snjó safnast upp og góður hluti þess fellur á þá jökla sem fyrir eru. Meira en 10 prósent af Íslandi eru jöklar, sumir þeirra eru jafnvel mörg þúsund ára gamlir. Þessir jöklar hafa verið að hopa smám saman síðustu 100 árin. Ísinn bráðnar, rennur í árnar sem aftur renna í átt að sjó.

Lítill foss fellur á milli hvassra steina í mosa.

Mynd: Svartifoss
  1. Fjöll. Hálendið fyrir miðju landsins gerir það að verkum að bráðinn ís og regnvatn leitar niður í móti. Sum þessara fjalla á hálendinu eru keilulaga eldfjöll, önnur eru hluti af háreistum gróðurlausum hraunbreiðum. Á Vestfjörðum minna fjallatopparnir gjarnan á hásléttur, sem steypast svo niður með mögnuðum hætti—gjarnan með bröttum klettabeltum. Þannig myndast auðveldur farvegur fyrir vatnið niður að sjó.
  2. Jarðskorpuhreyfingar. Flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans liggja gegnum Ísland. Landslagið hér er sífellt að breytast. Sjá má í sprungum og klettum hvar lög jarðskorpunnar gliðna sundur, en mikið af efninu er storknað hraun eða basalt. Vatn á leið til sjávar steypist niður brúnir þessara kletta. Og þar finnur þú foss.

Blár foss steypist ofan í litla tjörn.

Mynd: Folaldafoss

Ferðalög um Ísland hljóta að kveikja með hverjum sem er lotningu fyrir þessum fögru fossum. Sumir þeirra eru fjölsóttir ferðamannastaðir sem laða að sér hundruð ferðamanna á degi hverjum. Aðrir bíða í leynum í óbyggðum þar sem finna má ævintýralega ró og fegurð.  Fossar Íslands eru ógleymanlegir, hvort sem þú leggur upp í ferðalag til að sjá þá með eigin augum eða gleðst einfaldlega vegna þess að þú veist að þeir eru þarna.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top