Dagarnir eru stuttir og kaldir á íslenskum vetri. En í Reykjavík er nóg um að vera og hægt er að finna afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, bæði innanhúss og utan. Hér eru fimm tillögur, frá okkar fjölskyldu til þinnar.

Að þræða kaffihúsin

Sumir hlutir eru klassískir. Að sitja með heitan bolla á kaffihúsi og fylgjast með mannlífinu út um gluggann er alltaf notalegt. Eitt það dásamlega við Reykjavík er að hér eru fáar kaffihúsa-keðjur og ógrynni af litlum, einstökum kaffihúsum. Það eru kattarkaffihús, bókakaffihús, á Grandanum er eitt elsta kaffihús landsins, Kaffivagninn og Kaffi Grandi. Prófaðu að labba, hjóla eða fara á rafskútu um miðbæinn og Grandann og upplifðu borgina eins og ferðamaður.

A coffee shop barista works at an espresso machine.

Farðu á skauta eða rafskútu

Þegar það er nægt frost er dásamlegt að skauta á Tjörninni. Þegar maður stendur á miðri Tjörn, umkringdur húsunum við Tjarnargötu og Fríkirkjuveg og horfir upp í átt að Þingholtunum er maður beintengdur við sögu borgarinnar, nú eða lentur í sögusviði bókar eftir Arnald Indriðason. Þegar tekur að hlýna er stórgóð skemmtun að ferðast um borgina á rafskútu eða hjóli. Maður er furðu fljótur á milli borgarhluta án bíls. Vertu ferðamaður í eigin borg í vetur.

A group of people ice skate on a frozen pond.

FlyOver Iceland

Talandi um að vera ferðamaður í eigin landi, FlyOver Iceland er upplifun sem margir hugsa um sem eitthvað sem aðeins ferðamenn gera. Það er fjarri lagi. Sýningin uppfyllir mann jafn miklu þjóðarstolti og þjóðsöngurinn á EM 2016.

Þetta sýndarflug yfir Ísland virkjar öll skilningarvitin og hentar öllum aldurshópum. Sýningin var nefnd sem ein sú besta í heiminum árið 2020. Það er tilvalið að koma núna, á meðan fáir ferðamenn eru á landinu.

A group of people sit in excitement on the FlyOver Iceland flight-ride.

Uppgötvaðu nýja sundlaug

Eitt af helstu gersemum Íslands er heita vatnið sem við eigum ógnótt af. Það eru sautján sundlaugar á Höfuðborgarsvæðinu. Hversu margar hefur þú prófað? Þá eru ótaldar náttúrulaugarnar umhverfis borgina, til dæmis í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Farðu með fjölskylduna í nýja sundlaug um helgina.

A group of people relaxing in an outdoor pool.

Sjáðu Norðurljósin, skoðaðu stjörnurnar

Hvað er langt síðan þú fórst út að kvöldi til og horfðir á Norðurljósin? Á vef Veðurstofu Íslands má sjá norðurljósapánna fyrir næstu daga. Mikilvægt er að dúða sig vel, klæðast mörgum lögum af hlífðarfatnaði og finna öruggan stað til að njóta þessa fallega náttúrufyrirbrigðis.

Á Íslandi er lítil ljósmengun og með því að keyra rétt út fyrir borgina má finna fyrirtaks aðstæður til stjörnuskoðunar. Best er að skipuleggja stjörnuskoðun með nokkurra daga fyrirvara og finna heiðskírt kvöld. Hægt er að skoða stjörnur frá kl. 8 á kvöldin fram að miðjum mars.

Two people watch green northern lights above an icy sea.

Á Stjörnufræðivefnum eru stórgóðar leiðbeiningar fyrir stjörnuskoðun með börnum.

Book Your Experience

Fleiri sögur eins og þessa

back to top