Þetta var einn af þessum hefðbundnu íslensku vordögum. Morguninn hófst með rigningu og miklu roki. Þar sem starfsfólkið undirbjó svæðið fyrir skóflustungu FlyOver Iceland 18. apríl úti á Granda í Reykjavík setti það upp tjald til að skýla sér og hitaði heita súpu.

Skyndilega hurfu öll skýin og vindurinn dró sig í hlé. Skóflum var stungið í jörð, ræður voru haldnar og myndir teknar. Um það bil 90 mínútum síðar var rigningin byrjuð aftur en verkefninu var lokið.

„Ég segi oft að þú getur séð allar fjórar árstíðirnar á einum degi hér á Íslandi“ segir Sigurgeir Guðlaugsson hjá FlyOver Iceland.

Undirbúningur að formlegri skóflustungu FlyOver Iceland á vegum Pursuit, sem gerð var í síðustu viku, hefur staðið yfir árum saman. Tilhlökkunin liggur í loftinu.

Skóflur í jörð þegar fyrsta skóflustungan var tekin að FlyOver Iceland.

Mynd: Skóflur reknar í jörð í Reykjavík þar sem FlyOver Iceland verður staðsett.

Uppsveifla Í Ferðaþjónustu Á Íslandi

Ferðaþjónusta á Íslandi er í mikilli uppsveiflu. Fjöldi þeirra gesta sem sækja landið heim á ári hverju hefur meira en þrefaldast frá árinu 2010. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hvað varðar gistiaðstöðu og aðra innviði, en ýmislegt hefur þó vantað. „Það sem hefur helst vantað, satt að segja, er að byggja upp fjölbreyttari hágæða afþreyingu fyrir ferðamenn“ segir Sigurgeir. „Það eru of margir ferðamenn sem eyða dögunum í ómarkvisst rölt um borgina.“ 

Því fékk Sigurgeir ásamt tveimur öðrum frumkvöðlum, þeim Robyn Mitchell og Kevin Finnegan, þá hugmynd að skapa sjónræna og spennandi upplifun af landslagi og menningu landsins á svæði sem er bæði heillandi og hentugt. FlyOver-salur, sem byggður er á hinni spennandi háloftaheimsókn FlyOver Canada á vegum Pursuit, var því hin fullkomna lending. Þetta er sýndarferðalag sem fer með þátttakendur í stórkostlega flugferð yfir stórbrotna náttúru landsins með aðstoð háþróaðrar flugtækni. Í upphafi var ljóst að mikilvægt væri að finna húsnæði fyrir þessa upplifun sem væri hvort tveggja í senn aðgengilegt og spennandi.

Grandinn—Svæði Í Mikilli Uppbyggingu Rétta Svæðið Fundið

Sigurgeir segir að þeir félagarnir hafi eytt löngum stundum í að fylgjast með svæðinu sem nú hýsir FlyOver Iceland, og séð uppbyggingu þess fyrir sér.

„Lengi vel var ég með skrifstofu rétt við þetta svæði. Ég sá það meira að segja út um gluggann á skrifstofunni. Ég hef óteljandi sinnum horft yfir þetta svæði af skrifstofunni og velt því fyrir mér hvenær eitthvað spennandi verði hér í boði“ rifjar hann upp.

Sjónvarpsfréttamaður tekur viðtal við tvo menn við skóflustunguathöfn FlyOver Iceland.

Mynd: Sigurgeir Guðlaugsson og samstarfsmaður hans Robyn Mitchell spjalla við fjölmiðla.

Gamla Grandanum í Reykjavík svipar að mörgu leyti til kjötvinnslusvæðisins í New York, nema hvað Grandinn er gamalt hafnarsvæði sem á sér langa sögu um fiskvinnslu í stað kjötvinnslu. Síðustu árin hefur Grandinn verið í mikilli framþróun og svæðið nýtur nú vinsælda meðal listamanna sem margir hafa þar vinnustofur. Hér má einnig finna litlar sérverslanir, frábæra veitingastaði, vinsælasta jógastúdíó borgarinnar og meira að segja kjötvinnslu í háum gæðaflokki. Siglt er í hvalaskoðunar- og lundaskoðunarferðir frá svæðinu. New York Times hefur sagt þetta svæði búa yfir „nýfundinni skapandi lífsgleði.“

„Það er stórkostlegt að sjá hvað Grandinn hefur breyst mikið síðustu fjögur árin“ segir Sigurgeir.

Þeir áttuðu sig á því að Grandinn væri fullkominn staður fyrir þessa nýju og spennandi afþreyingu. Samstarfið við Pursuit, sem býr yfir fyrsta flokks þekkingu og reynslu í afþreyingu og þjónustu, var mikilvægur hvati fyrir þróun verkefnisins.

Flyover Iceland Hvað Nú?

Uppbygging er þegar hafin og áætlað er að hefja kvikmyndatökur í júní. Starfsfólkið er vægast sagt mjög áhugasamt. 

Mikil eftirvænting ríkir fyrir þessari háloftaheimsókn sem mun hefja starfsemi sína árið 2019, en jafnframt hefur byggingin sjálf vakið mikla athygli borgarbúa og verður án efa mikilvægt kennileiti. Byggingin verður mun háreistari en nærliggjandi mannvirki. Hönnun byggingarinnar, þar sem meðal annars má finna hringlaga hluta sem minnir á hvelfingu, sem og hefðbundnari ferningslaga hluta, er mjög spennandi. Sigurgeir segir að hönnunin sé mjög áhugavert samspil tveggja ólíkra byggingarstíla.

Götusýn þar sem sjá má hina nútímalegu byggingu FlyOver Iceland ásamt aðliggjandi torgi.

Mynd: Yfirsýn yfir hina nýju byggingu FlyOver Iceland úti á Granda.

Það getur hjálpað til við að útskýra hvers vegna það var svo mikil fjölmiðlaumfjöllun um atburði miðvikudagsins. Eitt stærsta dagblað landsins fjallaði um skóflustunguna á netinu og viðtal við Sigurgeir og Mitchell var sýnt í sjónvarpsfréttum.

„Þetta kom mér mjög skemmtilega á óvart“ segir hann. „Það má að sjálfsögðu þakka góðri skipulagningu. En að mínu mati sýnir þetta líka hve mikilvægt verkefnið er. Hér er eitthvað alveg nýtt á ferðinni og margir eru áhugasamir.“

Sjáðu FlyOver Iceland verða til með því að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og Twitter, eða skrá þig í áskrift að fréttabréfi verkefnisins hér fyrir neðan.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top