Stutt stopp í Reykjavík – Getur ekki klikkað!

Það er sífellt algengara að ferðamenn stoppi við í Reykjavík þegar ferðast er á milli Evrópu og Norður Ameríku. Sumir hafa aðeins nokkrar klukkustundir milli fluga en aðrir velja að lengja dvölina og eyða jafnvel nokkrum dögum hér á landi. Hvort sem hentar fólki betur þá er alltaf gott að sjá nýja staði, slappa af og njóta þess að vera á ferðalagi.

Hér eru nokkur góð ráð til þess að fá sem mest út úr stuttu stoppi í Reykjavík. Þessar uppástungur miða við upphaf og endi á Keflavíkurflugvelli.

Ef þú hefur hálfan dag:

Hefur þú sex klukkustundir aflögu? Hvað væri betra en að teygja úr fótunum og borða góða máltíð?

Grandi Mathöll, stórir gluggar og löng borð.

Mynd: Kíktu á Granda Mathöll og veldu úr úrvals götumat. Frábært útsýni yfir gömlu höfnina.

Hoppaðu í flugrútuna beint inn í miðbæ Reykjavíkur (það eru fjölmörg fyrirtæki til að velja úr) og njóttu þess að rölta um bæinn. Þú ert um 45 mín frá flugvellinum og inn í bæinn. Þú getur labbað upp að Hallgrímskirkju og þaðan alla leið niður að höfn og út á Granda. Gríptu þér pulsu í Bæjarins Bestu á leiðinni og andaðu að þér sjávarloftinu áður en þú ferð aftur upp á flugvöll.

Ef þú hefur heilan dag:

Bláa Lónið er eitt af þekktustu kennileitum Íslands (og ein þekktasta laug heims). Það er auðvelt að taka rútu beint frá flugvellinum í Bláa Lónið. Mundu bara að bóka miðann þinn fyrirfram!

Bláa Lónið. Bláar laugar, spa-ið og hraunið í bakgrunni.

Mynd: Slappað af í Bláa Lóninu.

Við mælum með að eyða hálfum degi í Bláa Lóninu og hálfum degi í rólegheitum í Reykjavík. Líkt og við nefndum hér að ofan getur ekki klikkað að eyða tíma á Granda. Þar eru ótal verslanir, frábærir veitingastaðir og svo er ómissandi að heimsækja FlyOver Iceland og fara í einstakt sýndarflug yfir Ísland. Með heimsókn til okkar sérðu líka stóran hluta landsins, án þess að fara úr borginni. Ekki slæmt í nokkra klukkustunda heimsókn.

Ef þú hefur einn sólarhring:

Ef þú hefur tíma til þess að fara í eina skipulagða ferð á Íslandi mælum við með Gullna Hringinum. Hún er klassísk og það er ástæða fyrir því! Þú sérð afar fjölbreytt landslag, heita hveri, fossa, Þingvelli-sem eru UNESCO verndaður þjóðgarður ásamt ótal fleiru. Bókaðu ferð með leiðsögn til þess að hámarka tímann þinn á Íslandi.

Þegar þú ert komin/n aftur í borgina skaltu stoppa við í FlyOver Iceland og fá hugmyndir fyrir næstu heimsókn þína til Íslands. Við mælum með kvöldverði á einhverjum af hinum fjölmörgu sjávarréttastöðum við höfnina.

Þröngur stígur milli litríkra bygginga.

Mynd: Röltu um hinar litríku götur Reykjavíkur

Þegar kvölda tekur skaltu heimsækja eina af sundlaugum Reykjavíkur, til dæmis Laugardalslaug, Sundhöll Reykjavíkur eða Vesturbæjarlaug. Ef þú vilt hitta heimamenn þá er heiti potturinn besti staðurinn.

Svangur/svöng eftir sundið? Pulsa er hið fullkomna kvöldsnarl. Bæjarins Beztu á Tryggvagötu hefur margoft verið tilnefndur sem besti pulsustandur í Evrópu!

Eftir góðan nætursvefn og kaffibolla í miðbænum ert þú svo á leið aftur upp á flugvöll. Ferðalagið heldur áfram og þú getur byrjað að láta þig dreyma um áframhaldandi ferðalög.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top