FLJÚGÐU ÞVERT YFIR KANADA

Komdu í æsispennandi ferðalag! Þú svífur yfir villtar ár, stórbrotna fjallgarða og ævaforn víðerni, án þess að yfirgefa Reykjavík. Sjáðu fegurð Kanada í einstöku sýndarflugi á myndinni Vast Canada. Sætin hreyfast með myndinni og vindur, ilmur og úði gerir upplifunina umlykjandi. Skapaðu skemmtilegar minningar og sjáðu nýja staði í þessari ótrúlegu upplifun.

Einstök upplifun

"Uplift" er ný forsýning

Ef þú kaupir miða á Vast Canada sýninguna fylgir aðgangur að forsýningunni Uplift, frá sömu framleiðendum og íslensku forsýningarnar Langhúsið og Brunnur Tímans. UpLift er margmiðlunarsýning sem gefur innsýn í líf kanadabúa og því einstaka umhverfi sem þau lifa og hrærast í.

Ef keyptur er tvöfaldur miði fer gesturinn á íslensku for-sýningarnar og sér báðar flugsýningarnar bak í bak.

SJÁÐU ÍSLAND OG KANADA

Sparaðu 25% þegar þú bókar tvöfaldan miða. Fyrst svífur þú yfir undur Íslands og þegar þeirri sýningu lýkur situr þú áfram í sætinu og sérð hina stórbrotnu mynd Vast Canada!

Eitthvað fyrir alla

Gott að vita

Börn þurfa að hafa náð 102 cm hæð til að fara á sýninguna.

Börn 12 ára og yngri þurfa að vera í fylgd einstaklings 14 ára eða eldri.

back to top