Íslendingar koma hérna út með tárin í augunum
Komdu í æsispennandi ferðalag! Þú svífur yfir villtar ár, stórbrotna fjallgarða og ævaforn víðerni, án þess að yfirgefa Reykjavík. Sjáðu fegurð Kanada í einstöku sýndarflugi á myndinni Vast Canada. Sætin hreyfast með myndinni og vindur, ilmur og úði gerir upplifunina umlykjandi. Skapaðu skemmtilegar minningar og sjáðu nýja staði í þessari ótrúlegu upplifun.
Ef þú kaupir miða á Vast Canada sýninguna fylgir aðgangur að forsýningunni Uplift, frá sömu framleiðendum og íslensku forsýningarnar Langhúsið og Brunnur Tímans. UpLift er margmiðlunarsýning sem gefur innsýn í líf kanadabúa og því einstaka umhverfi sem þau lifa og hrærast í.
Ef keyptur er tvöfaldur miði fer gesturinn á íslensku for-sýningarnar og sér báðar flugsýningarnar bak í bak.
Sparaðu 25% þegar þú bókar tvöfaldan miða. Fyrst svífur þú yfir undur Íslands og þegar þeirri sýningu lýkur situr þú áfram í sætinu og sérð hina stórbrotnu mynd Vast Canada!