Tripadvisor Travelers' Choice Award 2024
Þú situr í sæti fyrir framan 20 metra hnattlaga sýningartjald með fætur í lausu lofti og horfir á myndina okkar, sem fer með þig í æsispennandi ferðalag um Ísland. Tæknibrellur, þar á meðal vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins gera þess upplifun ógleymanlega.
Leggðu af stað í ævintýraför yfir tignarleg klettafjöllin í Kanada. Í fluginu upplifir þú tímalausa fegurð fjallatinda, svífur yfir kyrrlát fjallavötn og ósnortna jökla. Andi fjallana skilar sér til þín í gegnum fólkið sem kallar þetta ægifagra svæði heimili sitt.
FREKARI UPPLÝSINGARBörn verða að vera að minnsta kosti 100 cm á hæð. Börn (13 ára og yngri) verða að vera í fylgd með fullorðnum eða forráðamanni (14 ára eða eldri).
Fyrir jólin 2025 færðu 25% afslátt ef þú kaupir 4 eða fleiri gjafabréf. Notaðu afsláttarkóðann JOL til að virkja afsláttinn í kaupferlinu.
Barn 13 ára og yngra flýgur FRÍTT þegar keyptur er fullorðinsmiði. Notið kóðann KIDSFREE þegar bókað er á netinu.
Bókaðu miða fyrir bæði Call of the Canadian Rockies og Ísland og borgaðu aðeins 2.845 kr. aukalega. Bókaðu núna, frá og með 12. september.
Það borgar sig að bóka fyrir fram. Með netbókun tryggir þú þér sæti og færð lægsta verðið.
Keyptu miða á afslætti sama dag & þú heimsækir okkur. Miðinn gildir í ár. Frekari upplýsingar í móttöku.
Njóttu þess að upplifa töfra FlyOver Iceland allan ársins hring með árskorti sem veitir þér ótakmarkaðan aðgang að FlyOver Iceland og vegleg fríðindi. Árskort er eingöngu hægt að kaupa í afgreiðslu FlyOver Iceland, Fiskislóð 43.
Ísland er kraftmikill staður. Áður en við fljúgum með þig yfir landið sérð þú tvær margmiðlunarsýningar sem segja frá menningu og hugarfari Íslendinga.
LANGHÚSIÐ
SAGAN GLÆDD LÍFI
Stígðu inn í forníslenskt langhús víkinganna þar sem átakasögu landsins eru gerð skil. Hér mun gráhærður sögumaður flytja sögur sem birtast svo ljóslifandi í skuggamyndum.


BRUNNUR TÍMANS
UPPLIFÐU SKÖPUN EYJUNNAR
Ísland er kraftmikill staður! Kynntu þér ævaforn náttúruöflin sem landnámsmenn Íslands upplifðu í glæsilegri og áhrifamikilli kynningu með tónlist, hreyfimyndum, myndskeiðum og mjög vitru trölli.