Eftirvæntingin ríkir hjá FlyOver Iceland!

Í aðdraganda enduropnunar FlyOver Iceland áttunda maí næstkomandi hefur teymið okkar einblínt á að auka öryggisráðstafanir. Sýningin, sem hefur verið lokuð síðan 22.mars, hefur verið endurskipulögð með leiðbeiningar yfirvalda í fyrirrúmi.

Í byrjun maí mun létta á samkomubanni yfirvalda og Íslendingar geta hægt og rólega komið úr einangrun.

„Það er einstakt að sjá landið sitt á þennan hátt eins og við sýnum hér hjá FlyOver. Maður verður nánast klökkur og stoltur í senn“ segir Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri. „ Sýningin okkar er afþreying sem hentar vel til að koma fjölskyldunni út úr húsi, en á ábyrgan hátt, eftir lokanir seinustu vikna. Heimsókn til FlyOver Iceland hjálpar manni að gleyma stund og stað og njóta íslenskrar náttúru á nýstárlegan hátt“.

Vaktstjórar og stjórnendur í FlyOver hafa unnið að því undanfarnar vikur að skipuleggja flæði gesta og starfsfólks. Hver snertiflötur hússins, frá móttöku, minjagripaverslunarinnar, kaffihússins og flugsýningarinnar sjálfrar hefur verið kortlagður. Luka Drusko, vaktstjóri, segir að grundvöllur enduropnunar sé að bæði starfsfólki og gestum líði vel og finnist þau örugg.

Mynd af konu

MYND: Framkvæmdastjóri FlyOver Iceland, Agnes Gunnarsdóttir

„Við tökum gildin okkar afar alvarlega. Frá því COVID-19 faraldurinn hófst höfum við unnið hörðum höndum að því að halda vinnustaðnum okkar öruggum.“ Segir Luka. „Það hefur ávallt verið mikilvægt, en aldrei jafn mikilvægt og nú að FlyOver bjóði ánægjulega og örugga upplifun fyrir alla fjölskylduna“

FlyOver Iceland byggingunni á Grandanum hefur verið skipt í tvö stýrð svæði. Gestir eru taldir inn og aldrei eru fleiri en 40 manns í hverju svæði.

Sérstakt þrifteymi hefur verið skipað sem sér til þess snertifletir sýningarinnar séu sótthreinsaðir á milli sýninga.

Hér eru nokkrar af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til:

  • Gestir eru hvattir til að kaupa miða á netinu til að lágmarka samskipti á staðnum
  • Á milli hvers hóp verða þrjú auð sæti
  • Gestir fá einnota plasthanska til að vera með á sýningunni
  • Gólfmerkingar sýna 2 m fjarlægð milli gesta
  • Snertifletir sýningarinnar eru þrifnir á milli sýninga.
  • Flæði gesta verður stýrt með merkingum
  • Skilti verða á staðnum til að minna á 2 m fjarlægð, handþvott og aðrar leiðbeiningar frá COVID-19 teyminu.
  • Starfsmaður fylgir hverjum hóp í gegnum sýninguna til að aðstoða og gæta þess að fjarlægð sé framfylgt.

Luka Drusko standing on a stairway.

Að feta sig áfram í nýjum raunveruleika

Þegar byrjað verður að aflétta takmörkunum hér á landi eru ýmsar leiðir fyrir Íslendinga til að svala ferðaþorstanum. Við höfum alla þessa vinsælu staði út af fyrir okkur, og að sumri til! Um leið og fólk treystir sér til þá er hér einstakt tækifæri til að njóta Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu. Að heimsækja staðina sem þú elskar og upplifa eitthvað nýtt.

Tvær manneskjur standa hlið við hlið.

Mynd: Agnes Gunnarsdóttir og Luka Drusko, mynd tekin við opnun FlyOver Iceland 2019.

FlyOver Iceland opnaði í ágúst 2019 eftir margra ára undirbúning. Reynslan af því var teyminu fersk í minni og það hjálpaði við að vera sveigjanleg og bregðast við nýjum aðstæðum segir Agnes.

„Þegar við opnuðum í ágúst í fyrra hefðum við aldrei getað ímyndað okkur að innan árs myndum við loka og opna aftur! Við erum öllu vön og reynslan við bygginguna og opnuna í fyrra hefur reynst okkur vel“

Auk þess að aðlaga reksturinn að nýjum aðstæðum mun FlyOver einnig hafa sérstök enduropnunar tilboð Það verður gott að finna hjartað slá örlítið hraðar og finna vindinn leika um andlitið, þó ekki nema í stutta stund.

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top